Vaxtalækkun er kjarabót
Sæll Ögmundur.
Ég var að hlusta á þig á útvarpi Sögu í morgun og einnig að lesa grein eftir þig í Fréttablaðinu. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú stóðst þig vel og eins fannst mér greinin eftir þig mjög góð. Ég tel að ein besta kjarabót fyrir launafólk sé vaxtalækkun. Mér finnst ekki eðlilegt að vextir af húsbréfum séu 5.1% + verðtrygging. Á samatíma eru vextir í Danmörku til húsnæðiskaupa einhvað svipaðir og enginn verðtrygging. Það er útilokað að gera raunhæfta greiðsluáæltun á meðan við búum við breytilega vexti og verðbætur. Ég vil einnig ítreka þá hugmynd sem ég varpaði fram á BSRB-þinginu að hætta með afnotagjöld að Rúv og koma með nefskatt í staðin, með því sparar RÚV innheimtudeild og njósnara. Þetta fyrirkomulag sem viðhaft er í dag hjá RÚV skapar neikvæða umræðu um RÚV.
Með kv.
Sigurbjörn Halldórsson.