VEIKLEIKI EÐA STYRKUR?
04.02.2011
Engar nýjar kosningar heldur velji Alþingi það fólk sem þjóðin valdi á stjórnlagaþing. Félagshyggjufólk á skilið betri fulltrúa en þá sem alltaf eru skíthræddir við íhaldið. Það er mikið veikleikamerki ef nú á að fara að kjósa aftur. Þá VG-þingmenn sem telja að kjósa eigi aftur hvet ég til, í nafni lýðræðis, að endurskoða hug sinn. Niðurstaða hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlagaþings stenst ekki skoðun, þetta fór Ástráður Haraldsson ágætlega í gegnum í Kastljósinu. Að lokum legg ég til að allir þingmenn VG og aðrir trúnaðarmenn vinstri grænna lesi bókina um Gunnar Thoroddsen.
Pétur
Að mínu mati er aldrei styrkur fólginn í því að beita valdi. Þvert á móti er það veikleiki og undirrót margs ills.
Kv.
Ögmundur