VÉLSKÓFLAN OG TÁRIN
Mikil undur eru að gerast í þeirri sveit Mosfellssveit sem
Þessi nýi umhverfisáhugi með vélskóflutárum sætir miklum undrum. Þó kemur í ljós í dag hver er skýringin ef afar grannt er skoðað: Skýringin er sú að Samfylkingin er logandi stafna á milli vegna átaka um álver og hefur aldrei sést neitt eins átakanlegt í stjórnmálasögu síðustu áratuga. Þá er það raunabót að benda á að aðrir búi einnig við erfiðleika á þessu sviði, það er Vinstri grænir. Tárin eru semsé ekki sorgartár yfir umhverfisspjöllum í Mosfellsbæ heldur gleðitár yfir því að Vinstri grænir standi í erfiðleikum. En þannig vill til að VG eiga forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ og hann er ásamt hinum í meirihlutanum í Mosfellsbæ að gera hvað - hann er að framkvæma stefnu Samfylkingarinnar í vegamálum í Mosfellsbæ.
Fyrir það fær hann ekki þakkir frá Samfylkingunni í Mosfellsbæ heldur þvert á móti.
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar er eins og kunnugt er einkar orðvar og nákvæmur drengskaparmaður á öllum sviðum. Í pistli sínum í dag afhjúpar hann eðli sitt, sem sé það að hann þarf endilega að koma höggi á VG. En það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Þetta verður rokið úr honum á morgun. Í fyrsta lagi tekur formaður þingflokks Samfylkingarinnar yfirleitt ekki einu sinni mark á sjálfum sér hvað þá heldur að aðrir geri það, og svo hitt: Hann mun manna glaðastur ganga til samstarfs við VG um myndun ríkisstjórnar eftir nokkrar vikur.
Þá verða vélskóflutárin þerruð af hverjum vanga.
En samt telur undirritaður alveg koma til greina að hætta við að framkvæma vegamálastefnu Samfylkingarinnar. Má ekki skoða það, Ögmundur?
Guðmundur í Mosó