Fara í efni

VERÐA GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM HONG KONG ÍSLANDS?

Ég sé hér á síðunni að til eru þeir sem ekki er vel við að landið sé selt undan okkur til erlendra aðila og nefna Kínverja þar sérstaklega. Þeim list illa á manngrúann og stjórnskipan í Kína.
Þá langar mig að vita hvort erlendum fyrirtækjum sem reka hér álbræðslur og aðrar álíka forretningar hefur verið selt land sem þau nota undir starfsemi sína.
Þeir Íslendingar sem í þéttbýli búa greiða lóðaleigu vegna híbýla sinna, en þeim er ekki gefinn kostur á að kaupa lóðirnar.
Ætla Þingeyingar að selja útlendum fyrirtækjum jörðina Bakka við Húsavík?
Eru afkomendur Nikulásar Buck og Karenar Björnsdóttur sáttir við það?
Nikulás bjó á Bakka síðustu æfiár sín, eftir að hann missti eiginkonu sína. Áður bjuggu þau á Laxamýri í Aðaldal. Karen var Björnsdóttir, Halldórssonar Hólabiskups.
Og af því að málið er hvort selja eigi kínverskum útrásarvíking þrjú hundruð ferkílómetra lóð undir greiðasölu á Grímsstöðum á Fjöllum, þá spyr maður hvort ekki sé alveg eins hægt að leigja manninum skika undir slotið?
Ef við eigum eð lifa það að sjá á eftir Grímsstöðum á Fjöllum til Kína, þá getum við huggað okkur við ljóðið eftir Nóbelsskáldið þar sem síðasta erindið er þannig:

Maríuklukkan grær á grænum völlum
guðhrædd og prúð sem feimið barn í saung
og hún er best af blómunum mínum öllum
það borðar hana dalakindin svaung.
Pósturinn gisti að Grímsstöðum á Fjöllum
gaman er þar um sumarkvöldin laung.

Ef meiningin era ð selja landið undan Íslendingum, þá verður Esjan fljót að fara og ég efa ekki að slegist verður um Snæfellsjökul.

Með bestu kveðjum,
Sigurjón í Hamraborginni