Fara í efni

VERÐUR HÖFÐAÐ SKAÐABÓTAMÁL?

Okkur er sagt í fréttum að auglýsingastofa hafi verið fengin til að ráðleggja  fyrrverandi innanríkisráherra í lekamálinu og fengið ríflega greitt fyrir. Önnur auglýsingastofa mun hafa ráðlagt núverandi ferðamálaráðherra vegna ferðamannapassans. Í hvorugu tilviki virðist ráðgjöfin hafa borið tilætlaðan árangur - nema kannski síður sé. Fróðlegt væri að fá að vita hvað ráðherrunum var ráðlagt. En enn meira spennandi verður að fylgjast með því hvort Ríkisendurskoðun fer fram á að höfðað verði skaðabótamál á hendur ráðgjöfunum fyrir vörusvik.
Haffi