VERKALÝÐS-HREYFING HÉR OG ÞAR OG ÚTSÝNIÐ ÚR SÆTÚNI
14.04.2010
Versta fjármálakreppa í seinni tíma sögu Danmerkur ríður nú yfir í þvísa landi. Þar hefur grunnskólakennari í grunnlaun um 700 þúsund krónur á mánuði, eða um 8 milljónir króna á ári. Grunnskólakennarar búa sig nú undir mikinn tekjusamdrátt. Tekjusamdrátturinn danski nemur um 5 þúsund dönskum krónum á ári, eða 115 þúsund íslenskum krónur, á ári. Verkalýðshreyfingin danska hefur áhyggjur og veltir fyrir sér aðgerðum enda talið að verið sé að velta afleiðingum rangra ákvarðana yfirstéttarinnar yfir á almenning. Ætli útsýnið yfir á Esjuna sé ekki alltaf jafn gott úr Sætúninu?
Jóna Guðrún