Fara í efni

VERKTAKAR VIRKJAÐIR

Ég hef verið að fylgjast með skrifum manna um ríkisstjórnarfrumvarpið um RÚV hf. Almenningur er á móti því að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið. Engan hef ég hitt sem er sáttur við þá gjörð. Nema nokkra verktaka, kvikmyndaframleiðanda og músíkanta, sem ég sé skrifa hástemmdar greinar um hve hamingjusamir þeir séu yfir þessu frumvarpi. Eitthvað fara þessi skrif viðskiptavina RÚV fyrir brjóstið á mér. Kannski á að skoða þetta sem fyrirhyggju í viðskiptum. Ekki kann ég að meta hana. Mér finnst meira að segja lítið til hennar koma.
Sunna Sara