Vextir niður en þjónustugjöldin upp
22.11.2004
Hvernig stendur á þvi að um leið og bankastofnanir eru i samkeppni, þá eru þær farnar að taka gjald fyrir hvert einasta viðvik. Sparisjóðurinn i Smáralindinni tekur 190 kr. í afgreiðslugjald ef maður kemur eftir kl. 16:00 á daginn.
p.s. Hann opnar ekki fyrr en kl. 12:00. Hvað er i gangi hjá þessum fjármálastofnunum sem eru með þessa peninga sem eiga að vera til skiptanna i þessu þjóðfelagi? Takk fyrir að hafa lesið þetta.
Mansi
Þakka þér bréfið Mansi. Það er rétt hjá þér að um leið og vextir eru lækkaðir með miklu auglýsingaskrumi eru þjónustugjöldin hækkuð og mér býður í grun að þau séu langt umfram raunverulegan kostnað.
Kveðja,
Ögmundur