VG EINN FLOKKA UM VELFERÐINA
Ég hlustaði á ykkur Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar, í Endurvinnslunni, útvarpsþætti Ævars Arnar Jósepssonar, í dag. Ef Ágúst Ólafur er dæmigerður fyrir forystu Samfylkingarinnar þá verð ég að segja að Samfylkingin á að hætta að kalla sig félagshyggjuflokk! Reyndar hefur Ágúst Ólafur verið býsna heiðarlegur í sinni frjálshyggju. En getur verið að Samfylkingarfólk vilji láta tala fyrir sína hönd eins og varaformaðurinn gerði í dag? Vilja kjósendur Samfylkingarinnar láta einkavæða heilbrigðiskerfið, rústa landbúnaðinn og vilja þessir kjósendur láta gefa meira fyrir Evrópusambandsaðild en atvinnustig á Íslandi? Ágústi Ólafi þótt það sérstakur heilbrigðisvottur fyrir Evrópusambandið að hann hafði frétt á fundi iðnrekenda að einhver tiltekinn hópur forstjóra væri áhugasamur um aðild að sambandinu! Hugsa jafnaðarmenn svona? Hugsa þeir ekki um það hvað kemur almenningi best? Ég hélt það. Nú er ég sannfærður um að VG er einn flokka um að standa vörð um velferðina.
Haffi