VG HÆGRI SNÚ?
Komdu sæll Ögmundur.
Hvernig er það með alþýðubandalagsarminn í vinstri hreyfingunni - hægri snú? Hverra hagsmuna er hann að gæta? Sverrir Jakobsson fer mikinn í Fréttablaðinu í dag og finnst Icesave málið svo ómerkilegt að vöxtum að það nái varla nokkurri átt að vera tala um það. Einungis 11% af skuldum landsins! Hann fagnar hins vegar einkavæðingu Kaupþings (ég meina Arion með bónusgreiðslunum) og Íslandsbanka og þar með ríkjandi skipulagi í efnahagsmálum heimsins. Stöndum vörð um fjármagnseigendur segir Sverrir Jakobsson og minnist enn og aftur á að Ísland þarfnast umheimsins en umheimurinn ekki Íslands. Sverrir Jakobsson er nefnilega heimsborgari.
Ég var að rifja upp drottningarviðtal Morgunblaðsins við Svavar Gestsson í gær frá því í sumar (áður en það passaði Steingrími J.Sigfússyni að líta svo á að samninganefndin gæti ekki varið sig, væri nokkurs konar barnaverndarnefnd!). Þar segir hann að það hafi svo sannarlega ekki verið krafa af hálfu umsemjenda okkar að flýta þessu máli, hann segir "„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér," segir Svavar og hlær. Hann segir að ekki hafi verið neinn þrýstingur á að ljúka málinu á þessum tímapunkti." Ég spyr, er það ekki einmitt mergur málsins að það er einmitt á þessum tímapunkti sem þetta mál tekur þennan ömurlega snúning? "Að nenna ekki að hafa þetta hangandi yfir sér." Það er víst alveg ljóst að þessi afdrifaríku mistök að "nenna ekki" eru orðin þjóðinni dýr. Ég tek hins vegar undir það með þjóðinni nú að vera orðin leið á að hafa þetta Icesave mál hangandi yfir okkur og lít svo á að nú ætti málið að hætta að snúast um líf vinstri stjórnarinnar - hægri snú. Við getum greinilega ekki leyst úr þessu máli sjálf og eina ráðið er að fá utanaðkomandi aðstoð. Bestu kveðjur, óháður kjósandi vg sem fagnaði því að Ísland fékk ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Linkur á viðtal morgunblaðsins: http://eyjan.is/blog/2009/06/08/svavar-thetta-er-leid-ut-ur-fataektinni-en-ekki-leidin-til-fataektar/
Óháður kjósandi VG