VILHJÁLMUR ERINDREKI EINKAVÆÐINGAR-SINNA
Vihjálmur Egilsson sagði í Sjónvarpsfréttum í kvöld að hann hefði átt í viðræðum við starfsfólk Landspítalans um ný rekstrarform. Ekki hef ég verið boðinn á slíkan fund þó er ég starfsmaður. Hvers vegna fæ ég ekki að mæta og hvað með fulltrúa stéttarfélaganna, hafa þeir verið boðnir á fund með Vilhjálmi? Ég held ekki. Vihjálmur er framkvæmdastjóri SA, samtaka sem tala fyrir hönd fyrirtækja sem vilja einkavæða og komast yfir þessa starfsemi. Er þetta eðlilegt? Þú ert formaður BSRB, Ögmundur, minna samtaka, og hefur haft skoðanir á þessum málum; skoðanir sem eg er sammála. Á þetta að vera einstefnuakstur? Hefur þú verið boðinn á fund Ögmundur með Vilhjálmi Egilssyni um einkavæðingu á störfunum okkar?
Kv.
Starfsmaður á Landspítala háskólasjúkrahúsi
Þakka bréfið. Nei, ég hef ekki fengið slíkt boð.
Kv.
Ögmundur