VILL HEILBRIGÐISSTÉTTIR UNDIR KJARADÓM
Sæll á ný Ögmundur.
Systursonur móður minnar er um þessar mundir fastur á sjúkrahúsinu á Norðfirði og er búinn að fá áfall skilst mér, en hann er með meðfæddan hjartagalla. Ég vona og fjölskyldan öll sem stendur að honum vonar að hægt verði að flytja hann suður í sjúkraflugi á morgun. Mér finnst líklegt að hann sé í töluverðri lífshættu, en vona auðvitað að allt bjargist og hann komist undir læknishendur í tæka tíð. Hversu mörg eru slík tilfelli, þar sem menn voru færðir til á biðlista og ekki er fyrirséð, hvernig sjúkdómur þróast í kjölfar slíkra breytinga í meðhöndlun? Ég hygg að menn hafi áttað sig á því að þau eru mörg og erfitt sé að henda reiður hversu margir séu í lífshættu og hvernig þeim muni reiða af. Þess vegna vil ég banna verkföll heilbrigðisstétta og tel að skjóta eigi málum þeirra undir kjardóm.
Með bestu kveðju,
Stefán Einarsson