VILL ÍSLANDSBANKA ALLAN
Bjarni hvíslar orð í eyra
og Kata litla hlustar á
Heyrist vilja miklu meira
Íslandsbanka allan fá
Ræddu mál af miklum hita
minni hugsjón þó ei lyfti
En nokkrir vilja helst þó vita
hvort verði stjórnar skipti.
Nú sjáum við sveipi nýja
Sjálfstæðisflokknum hjá
En fylgi af V/G mun flýja
fram undan kreppu sjá!
Húsnæðisvandann er hörmung að sjá
heilvítis baslið leiðir fjöldann á stjá
allt er ótryggt
spillingar lykt
og ríkisstjórnin vill helst ekki fara frá.
,,Séð frá borði fátæktar‘‘
Allir eru eymdina að ræða
og eflaust nú í reynd
Fúlgur fjár þó myndu græða
fengju þeir gervigreind.
,,ÞETTA SAGÐI KATA Í GÆR‘‘
Hefur lifað súrt og sætt
í samstarfi með Bjarna
Nú er Þessu þar með hætt
Þrautargangan sú arna.
MBL. 13. 10 2023 ,,Stjórnarflokkar til Þingvalla‘‘
Til Þingvalla öll þeysa vilja
Þá væntanlega til að skilja
vandinn er stór
hann Bjarni fór
og vonandi lúta þjóðarvilja?
,,NÚ ER KRATASÆLA FRAMMUNDAN‘‘
Eflaust mun Kristrún kratamær
næstu kosningar vinna
Hún virðist vera landanum kær
og verðbólgulausnir finna.
Það yrði nú ekki verri vandi
eða vandamál í reynd
Hætta ríkisstjórnar hjónabandi
og nýta gervi greind.
Strokið veldur stjórnvöldum ama
ástandið stöðugt kárnar
Eldis forkálfum er alveg skít sama
eyðileggja vilja árnar.
Lítið fréttist landinu á
líður að áramótum
En verkalýður vaknar þá
og vinnur í kjarabótum.
Það er að koma krepputíð
á næst komandi ári
Verkföll og verðbólgu stríð
með varanlegu sári.
Margir flóttamenn og flækingslið
er forðast valdakúgun
Það sækist hérna í hlýju og frið
í töluverðum hrúgum.
Já ég yrki alla daga
ekkert af mér dreg
Leita þá í heima haga
Það helst man ég
Svo er það líka sjómennska mín
sem auðvitað var jú ekkert grin
þá þrettán ára
þung var bára
Á halamiðum sem stormur hvín.
Þá var mér auðvitað efst í huga
að nú væri valið deyja eða duga
en stóð keikur
eilítið smeykur
eftir atvikið lét ekkert mig buga.
Höf. Pétur Hraunfjörð.