Fara í efni

VILL VG EKKI ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐSLU?

Einn ákafasti stuðningsmaður Icesave á þingi, Björn Valur Gíslason, sagði í útvarpsfréttum að forsetinn hlyti að kalla á aðila vinnumarkaðar til að heyra álit þeirra á Icesave- samningnum fyrst hann kallaði á Indefence. Fyrir það fyrsta er ég í ASÍ og á móti síðustu útgáfu af Icesave-samningnum. Í öðru lagi sætti ég mig ekki við að einhver forsysta þar tali fyrir mína hönd þvert á þessa skoðun mína. Þá er það rangt hjá Birni Val að forsetinn hafi kallað á Indefence. Sá hópur óskaði eftir fundi með forsetanum. Ef þeir Viljhálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson vilja viðra sínar persónulegu skoðanir á Icesave við forsetann hljóta þeir að óska eftir viðtali við hann. Hvers vegna ætti hann að hlusta meira á þá tvo en sextíuþúsund Íslendinga? En hvernig er það Ögmundur, er Björn Valur Gíslason að tala fyrir hönd VG? Eruð þið ekki fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
J.A. félagi í ASÍ

Þakka bréfið J.A. Jú, í VG höfum við ályktað með þjóðaratkvæðagreiðslu en Birni Val einsog öllum öðrum er frjálst að hafa sínar skoðanir.
Kv.
Ögmundur