VILT ÞÚ KOSNINGAR?
Hæstv. Ögmundur.
Í Fr.bl. 01.10.2010 er haft eftir Lilju Mósesdóttur að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. "Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Lilja vill kosningar og ég er sammála Lilju. Alls vorum við 3.000 sem æptum í dag, 01.10.2010 á Austuvelli: "Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæft Alþingi!" Ég hef oft sent þér bréf áður og iðulega með nokkrum yfirveguðum spurningum sem þú hefur ekki séð ástæðu til, eða veigrað þér við að svara. Því spyr ég þig núna bara um þetta: Hvað vill ný-endur-bakaði ráðherrann Ögmundur gera ... boða til kosninga og freista þess að fá endurnýjað umboð ... eða skeyta engu og bíða veruleikafirrtur eftir útburði ... hverra?
Pétur Örn Björnsson
Ég er ekki í hópi þeirra sem krefst kosninga nú þegar í stað. Núverandi ríkisstjórn ber að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma á meiri jöfnuði og þar af leiðandi meira réttlæti í landinu. Ég ætla að reyna hvað ég get í því efni.
Kv. Ögmundur
Ögmundur