Fara í efni

VINÁTTU Í STAÐ VOPNA

Því miður eru margir í heiminum sem halda að við leysum vanda okkar mannanna með vopnum og maður spyr sig hvenær hafa blóðug stríð og limlestingar verið blessun fyrir nokkra þjóð? Á okkar tíma heyrum við jafnvel suma hóta að varpa kjarnorkusprengjum á andstæðing sinn. Að hugsa þá hugsun til enda gerir manni grein fyrir að þessir þjóðarleiðtogar hafa varla greind á við 5 ára barn, þeir eru svo blindaðir af því að sigra hvað sem það kostar á sama tíma og jörðin kveinkar sér undan mengun, ofnýtingu og græðgi.

Ég ólst upp við að á Íslandi værum við vopnlaus þjóð og var ég afar stolt af því. Í dag vilja ráðamenn okkar setja milljarða árlega í 4 ár til að styrkja hernaðarbandalagið Nató til að halda upp stríði á norðurslóð. Þessi fjárhæð kæmi sér svo sannarlega vel í að styrkja innviði landsins og myndi ekki af veita. En einu sönnu vopnin sem munu vernda okkur á jörðinni er í raun vinátta og eining milli manna og þjóða. Það er eina fjárfestingin sem vit er að leggja í.