Fara í efni

VINSTRI STJÓRN?

Fyrir nokkru birtist bréf á heimasíðunni þinni sem situr í mér og ég hef farið að hugsa um af meiri og meiri alvöru. Það var greinilega var frá einhverjum afturhaldskalli í VG sem vildi kosningar strax  til að fá tækifæri til að hreinsa þig og samherja þína út úr VG í prófkjöri. Hann var ómyrkur í máli og vandaði ykkur ekki kveðjurnar. Eftir því sem ég hugsa þetta meira finnst mér það vera fín hugmynd að fá kosningar og prófkjör. Ég er nú ekki alveg viss um að niðurstaðan yrði sú sem kallinn óskaði eftir. Satt best að segja þyrstir mig í prófkjör. Það þarf nokkur slík til að fá alvöru umskipti á Alþingi. Svo ætla ég að biðja þig að segja aldrei aftur að ríkisstjórnin megi ekki fara frá út af Icesave vegna þess að hún sé vinstri stjórn. Hvílíkt endemis rugl! Þetta er ekki vinstri stjórn fyrir fimm aura eftir að þú fórst úr henni. Alla vega vantar minn fulltrúa í hana. Ég hef aldrei velkst í vafa um að ég er vinstrimanneskja. Ég er ekkert ein sem hugsa svona. Nákvæmlega svona tala allir í kringum mig.
Sigríður S. Einarsdóttir