VIRÐING FORSETA FYRIR LÝÐRÆÐINU
Ég er afar sáttur við þessa umdeildu ákvörðun forseta, að leggja Icesafe fyrir þjóðina og sýna, að virðing sé borin fyrir lýðræðinu. Það verður bara að koma í ljós, hver niðurstaðan verður og hver verða viðbrögð Breta, Hollendinga og jafnvel Evrópubandalagsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, Bregðist AGS illa við, hefur sjóðurinn viðurkennt, að Bretar og Hollendingar hafi ráðið þar ferðinni og ráði enn, hvort AGS sé að hjálpa okkur, eða hjálpa Bretum og Hollendingum að kúga þjóðina. Vonandi er þetta byrjun þess, að tekið verði almennilega til í íslensku þjóðfélagi, í nýju og breyttu samfélagi. Af nógu er að taka, t.d. í stjórnsýslunni, sem er menguð , nánast 100 prósent, af pólitískt ráðnum flokksdindlum Sjálfstæðisflokks. Byrja mætti á Hæstarétti, sem sumir meta óhæfan, þegar og ef kemur til dómsúrslita v/ útrásarvíkinga, þar sem allir þar inni, tengjast meira og minna Sjálfstæðisflokki. Síðan mætti taka til, t.d. í löggæslustofnunum og víðar.
Friðjón Steinarsson,
Danmörku