Fara í efni

ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af valdsmönnum ! Þetta vita þeir,sem þó lítið annað skilja í flækjustigi stjórnmála Egyptalands. Umrædd barnafjölskylda óttast um líf og velferð í heimalandi sínu og enginn efast um að óttinn er á rökum reistur. Enginn. Þá spretta fram illmenni meðal okkar með dylgjur og dóma yfir sér óþekktum föður flóttabarna. “Hann hugsaði og talaði líka” segja heimsku dómararnir. Það má kosta hann dýrt, eiginkonuna og fjögur börnin liggur opinskátt milli lína. Óhugnaður hlýst af lestri á jafn siðlausu þvaðri fávíss ofstækisfólks. Barnaníð birtist á ýmsu formi. Það skal haft í huga, þegar vegið er að flóttabörnum með lygabröndum. Krökkum sem þegar eru rótföst i samfélagi okkar. Velkomin að mati siðmenntaðra, líkt og foreldrarnir.