BÖRN OG TANNVERND
Eitt af blómum á þroskavegi velferðasamfélags á Íslandi var kerfi skólatannlækninga. Vísirnn varð til á kreppurárunum, 1928. Markið var að öll börn nytu tannheilsuverndar, án hliðsjónar af efnum og félagsstöðu foreldra. Kerfið breiddist út um allt skólakerfið en stóð auðvitað traustustu fótum í fjölmennum bæjarfélögum. Það byggðist upp af nauðsyn.
Í Reykjavík var ekki byggt skólahús um áratugaskeið þannig að þar væri ekki séð fyrir fullkominni tannlæknastofu. Kerfið var skapað til þess að öll börn fengju ókeypis tanneftirlit, fræðlsu og tannviðgerðir. Skólatannlækningar voru afar hagkvæmt heilsuverndarform í rekstri, einfalt, nákvæmt og skilaði tannheilsu barna langt áfram.
1993 leiddi þrýstingur tannlækna með einkastofur til þess að aukið var valfrelsi foreldra að senda börn á vit þeirra til niðurgreiddra tannlækninga. Frelsi til verðlagningar gerði þá þjónutsu brátt mjög dýra, enda nutu einkastofurnar ekki hagræðis skólanna. Hófst þá barátta einkatannlækna gegn kerfi skólatannlækninga með málsóknartilburðum og kærumálum vegna "samkeppinishalla".
2002 vann Tannlæknafélag Íslands þann fullnaðarsigur í viðskiptastríði sínu, að rústað var skólatannlækningum. Allar uppistandandi skólatannlækningastofu r voru eyðilgaðar , rándýrum tækjabúnaði fleygt, hann gefinn, seldur á tombóluprís eða látinn hverfa. Tugmilljónaverðmæti. Allir starfsmenn skólatannlækninga voru brottreknir, skráningarkerfin eyðilögð, vandalisminn varð algjör.
8 skólaárum eftir að Tannlæknafélag Íslands lagði í rúst skólatannlækningar á Íslandi, rekur sama félag upp rammakvein um afleita tannheilsu íslenskra skólabarna. Nú er hún talin mun verri en áður var og mun verri en þekkist í nokkru nágrannalandi Íslands. Félagið sem áður eitraði fyrir einu af velferðarblómunum, skilur ekkert í ófremdinni !
Félgið segir að ekkert eftirlit sé með tannheilsu barna, umfram það sem felst í efnum og geðþótta foreldranna. Nú er sagt að barnatannvernd sé barnaverndarmál. Ráð félagsins er að safna saman fátæktarbörnum í Tanngarð á laugardögum og auðsýna fáeinum úr hópnum gæsku og gjafmildi. Svo er auðvitað þrýst á ríkið varðandi peningagreiðslur til fyrirtækjanna. Þau lifa ekki á hjartagæsku eða barnelskunni einni, segja viðskiptatansarnir með frjálsa verðlagningu í skjalamöppunni.
Hér verður ekkert ráð gefið um hvernig hefja á enduruppbyggingu tannheilsuverndar, sem tannsar rústuðu sjálfir með aðstoð frjálshyggjustjórnvalda fyrir fáeinum árum síðan.
Hitt er sjálfsagt að muna að enn standa fáein blóm og dafna í íslenska velferðarkerfinu. Reynt hefur verið að eitra fyrir mörgum þeirra með einkavæðingartilburðum. Ekki minnkar hættan þegar sverfur að vegna kreppu.
Ris og fall skólatannlækninga á Íslandi er skýr dæmisaga um það sem hendir ef doði og kæruleysi kemur í stað varna fyrir velferðarþjónustu. Það er oft einfaldara að brjóta en byggja upp. Almannahagsmunir krefjast að vöku sé haldið.
Baldur Andrésson