IMPERÍALISMI OG IÐRAKVEF HANS
Uppkeyrða glansmyndin af löngu stríðsför BNA til Afganistan mátti heita hrunin til grunna þegar kom að “ Kapúlflóttanum” á sl. hausti. Áður stimplaðir hryðjverka-Talibanar höfðu þá fengið tauma sjórnar framselda, afar vel vopnaðir bandarískum stríðstólum. Ameríkaniseraða áróðuróðursvélin sá umheimi þó áfram fyrir lygamynd, yfirklóri mest frá hausti ‘21 og loks “hvarfi”á hörmungum Afgana. Hungursneyð, niðurbroti stríðs.
Við slíka afgreiðslu á Afganistadæmi óx að vonum stórrússneskur þróttur til Úkraníuinnrásar, sem úr varð réttu hálfu ári eftir Kabúlflótta BNA. ( það stríðstiltækið gegn þjóðríki líka kallað “inngrip”}.
Gleymdi Pútin þó að enginn á að stríða án þess að ríða tömdum fjölmiðlahrossum, síst þegar nakið og óheflað er ofbeldi sýnt í nærumhverfi góðborgara á Vesturlöndum. Rifjast þá upp nýleg dæling falsfrétta og rangupplýsnga um erlend “stríðsinngrip” í málefni nýlega mótaðra þjóðrikja Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, afrakstur áróðusvopna. Undirliggjandi tónn þá hér að örlög mislitra “villiþjóða” væru aukaatriði, ytri ásýnd hersýninga kjarni mála.
Imperíalismi stórvelda er stöðugt hreyfiafl, oft dulið, stundum skýrt, tekur ýmsar myndir. Iðrakvef algeng. Deilt er og drotnað með lævísi. Stríðsgeggjun er einn fylgisfiskurinn.
Reiknivélar um stríðságóða eða stríðstjón ráða oftast köldu mati á afrakstri striða, “ illri nauðsyn”. Mannlegar hörmungar vegna stríða eru vart véltækar til matsgerðar og er það skálkaskjól stríðsbrjálæðinga, fært áróðursvélum þerra til túlkunar . “ War is over” heyrist stndum sönglað glaðlega, en á sama tíma er lagt á ráðin um ný helvísk stríð. Hald sumra er að upplýsingabylting sé fosenda friðar. Þá ber að gæta að því hverjir stýra tæknimiðlum, móta þannig hugarheim manna, en þar að baki leynast kaldrifjuð öfl.