UPPRISUR VAÐALAÁÆTLANA
Vaðlaáætlun 2009 var sögð 5.5 ma. Var þrepafærð upp í 8.7 ma gagnvart Alþingi 2011/2012 um kostnað / lánsþörf VHG hf. Strax 2013 kom þó 11.5 áætluð útgáfa, þá 2.8 ma viðbót. 14,3 ma áætlun kom á borð Alþingis 2017, samþykkt 5.6 ma aukning frá 2012 um lánveitingar ríkis til VHG hf eða 64% viðbót í krónum talið.
Í upphafi árs 2018 sló VHG hf enn fram hækkaðri áætlun, 17 ma, og var þá viðbót 95% orðin frá 2012 og þörf stökkin jöfn og rosaleg orðin. Hættu þá öll útgáfustörf um áætlanir en verklok urðu ári síðar.
Lokaverð kom fram í mars 2019. Það þaggað. Óvænt rofnaði þögnin 12.maí sl. um þá rúmlega tveggja ára vitneskju um kostnað / skuldir VHG hf, fram komna í mars 2019.
Um leyndarmál.
Segir nú loks að uppá krónu hafi staðist þá ein af hækkandi áætlunum í langri röð slíkra, gamla 17 ma útgáfa VHG hf, ári fyrir lok gerðar Vaðla- heiðarganga. Telst það mikið undur því áður var matið á ógnarflugi upp milli ára. ( Eða var mjög skakkt metið í upphafi ?) Stökkvi kynnt verð upp frá 5.5 ma upp um 11.5 ma á áratug eða um rúm 200% er það sæmilegt hástökk.
Líka ef 95% bætist við frá 8.7 ma hátíðaráætlun frá 2012. Frábært er, hafi óvænt, ekkert stökk orðið síðasta verkárið við gerð Vaðlaheiðarganga miðað við öll fyrri ótrúleg stökkin í áætlunum, vel yfir milljarð að jafnaði á ári.
Vonin lifir, að engin “ónákvæmni” setji mark á nýjar upplýsingar sem nauðsyn þótti að dylja vel á þriðja ár. Nægur er annar vandinn, sem steðjar að viðkvæma Vaðlamálefni, absúrd umgerðinni, brelluferli, sem krefst brellulausna, nú í smíðum.