AF MEINLOKU
Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar um ritstjóra Morgunblaðsins í Morgunblaðinu 23. mars. Ekki nefnir hann ritstjórann á nafn, líklega til þess að ítreka huldumannshlutverkið sem hann gefur honum. Svo það fari ekki á milli mála: Ritstjóri Moggans heitir
Hallgrímur er hnyttinn, eins og stundum, áður og kemst að þeirri niðurstöðu að fólk þori ekki að vera frjálst undan Mogganum og ristjóra hans, sem velji á að kvöldi það sem þjóðinni sé hollt að lesa og hvað ekki. „Sjálf höfum við engu áorkað fyrr en við sjáum mynd af okkur í Morgunblaðinu. Fyrr en Morgunblaðið hefur fjallað um okkur” segir Hallgrímur og kallar Styrmi Litla Guð í fyrirsögn. Hann minnir á að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi séð sig tilneyddan að verja sig fyrir Staksteinum Morgunblaðsins og sjálfur viðskiptaráðherrann hafi svarað „ritstjóranum fullum hálsi” en á heimsíðu sinni segir
„Skömmu eftir að ég tók við embætti ráðherra barst mér boð ritstjóra Morgunblaðsins um að eiga með honum fund. Við hittumst á skrifstofu hans í Morgunblaðshúsinu og snæddum saman hádegisverð. Á þeim fundi gagnrýndi ég ritstjórann fyrir það hve nátengdur hann væri Sjálfstæðisflokknum og hvernig hann, að mínu mati, beitti blaðinu í þágu flokksins. Ritstjórinn lagði áherslu á að við gætum átt reglulega einkafundi í framtíðinni. Ég hafði hins vegar ekki áhuga á því og höfum við ekki átt slíkan fund síðan.”
Satt er það að í gegnum tíðina hafa margir óttast Morgunblaðið, sumir
Hallgrímur kallar óttablandna virðinguna fyrir Mogganum „seigustu meinloku íslensks samfélags”. Hér sýnist hann tala út frá þeirri meinloku sem nú ríður húsum í landinu að fjölmiðlar nútímans hljóti að vera alveg óháðir eigendum sínum. Fjölmiðlar verða aldrei lausir við „ok” eigandans hversu góðir sem starfsmennirnir kunna að vera sem blaða- og fréttamenn. Þótt nú sé risið fjölmiðlaveldi, þar sem sömu eigendur reka marga fjölmiðla af ólíku tagi, þá á reynslan eftir að skera úr um það hvernig vald eigendanna birtist í þeim. Miðlar Dagsbrúnar (365) verða ekki góðir eða lélegir af því einu að þeir eru ekki tengdir Sjálfstæðisflokknum eins og Mogginn, en enginn þarf að halda að stjórnendur þeirra þurfi ekki að velja og hafna, til þess er ritstjórn. Hvað fer í skúffurnar, eða hvers vegna, fáum við aldrei að vita – ekki frekar en á Mogganum.
Morgunblaðið er bæði gott og vont. Það hefur í gegnum tíðina haft burði til að
hágé.