Hernaðarútgjöld íslenska ríkisins aukast
Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, kom heldur hróðugur fram í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi og lýsti því yfir að bjart væri yfir viððræðum hans og fráfarandi utanríkisráðherra
Ég get því ekki séð annað en að málið sé skýrt; Bandaríkjamenn eru að flytja allt sitt herlið til í heiminum og þeir eru að fara héðan líka. Ef að við viljum hins vegar kaupa afnot af hertólum þeirra og hermönnum, þá má ræða það og reyna að ná saman um hvað það eigi að kosta.
Íslendingar eru með öðrum orðum að koma sér upp málaliðaher. Við kaupum okkar her, tilbúinn í pakka, og greiðum eigendum hans fyrir í föstu fé. Ef engin greiðsla kemur til frá íslenska ríkinu, fer herinn einfaldlega annað að sinna öðrum og brýnni hagsmunamálum fyrir bandaríska heimsveldið.
Þess konar útgjöld flokkast því með réttu undir hernaðarútgjöld og þeirra mun sjá stað í fjárlögum íslenska ríkisins. Spurningin hvort við ættum ekki að tala við alþjóðlega tölfræðinga til að fá þessi útgjöld flokkuð með réttum hætti til byrja með, því annars er hætta á að þessu verði þvælt undir önnur óljósari og hugsanlega misvísandi heiti, eins og framlag Íslands til “reksturs Keflavíkurflugvallar”. Það er auðvitað ljóst að hreinsi bandarísk stjórnvöld herstöðina á Keflavík út af mönnum og búnaði, þá hafa þeir ákaflega litla ástæðu til að reka millilandaflugvöllinn í Keflavík eins og þeir hafa gert hingað til. Við tækjum þá við þeim rekstri sem að sjálfsögðu ætti að hafa verið á okkar eigin herðum allan tímann.
Við Íslendingar erum komnir með “Íslenska friðargæslu” með stórum staf, sem hefur vopnum, borðum, orðum og titlum búna og skreytta “starfsmenn” víða um heim og sem allir nema Halldór og Davíð kalla sínu rétta nafni, ( “hermenn”, sushhh..) Því ef þeir kallast hermenn þá er það ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum, að því sem mér skilst, að viðlögðu tveggja ára fangelsi. Þess vegna eru þau útgjöld ekki færð sem hernaðarútgjöld í bækur íslenska ríkisins. Hins vegar er það dagljóst að díllinn sem Davíð virðist vera að