Herferð fyrir samfélag án ofbeldis
I. Boðskapurinn
Allt frá því að Húmanistahreyfingin varð til og í þeim 120 löndum þar sem við erum starfandi hefur hún látið sig varða and-ofbeldi. Það er alltaf þörf á að takast á við allar tegundir ofbeldis, en stundum á hættutímum ríkir mikil spenna hjá einstaklingum og í samfélaginu öllu svo yfirvofandi er eyðilegging og atburðarás sem engum líkar og allir mundu óska að hefði aldrei hafist.
Það er erfitt að stöðva öldu obeldis þegar hún er í fullum gangi og betra að
Til að glíma við ofbeldið svo gagn sé að þarf að taka eftirfarandi til greina:
Að beita ofbeldi er siðlaust því ekki vill maður að aðrir beiti sig ofbeldi.
Ofbeldi er gagnslaust - of miklu kostað til miðað við árangur.
Líkamlegt ofbeldi (stríð, líkamsárásir og pyntingar) er einungis ein af fjölmörgum birtingarmyndum ofbeldsins, til er efnahagsofbeldi eða arðrán og mismunun. Einnig er til trúarofbeldi eða skortur á umburðarlyndi gagnvart trú og skoðunum annarra. Einnig kynþáttaofbeldi, kynferðislegt og sálrænt ofbeldi og þegar reynt er að troða siðfræði eða skoðunum uppá aðra. Ef einhver meðtekur eða viðurkennir eina birtingu ofbeldisins þá fljóta aðrar með.
Kerfið sem við lifum við um allan heim byggir á réttlætingu ofbeldis. Vegna þessarar réttlætingar eiga fáir mikið og fjöldinn ekkert, þessvegna er allur þessi ójöfnuður hvað varðar tækifæri, skort á menntun, heilbrigði, mannsæmandi lífsafkomu og vinnu og líka virðingarleysi gagnvart mannverunni.
Að taka þátt í aðgerðum sem byggjast á ofbeldi er að styðja þetta kerfi sem mjög fáum líkar við.
Það er nauðsynlegt að
Andstæða óttans er trú og traust, að hafa trú á öðrum, sjálfum sér og lífinu.
Til að glíma við ofbeldið verður maður að hafa trú á öðrum, sjálfum sér, þjóðinni og framtíðinni.
Auk þessa er þörf á að koma fram við aðra eins og maður vill að þeir komi fram við mann sjálfan, líta á aðra eins og manneskjur en ekki hluta af einhverjum flokki eða einhverskonar hluti, eiga samskipti við aðra og leita þess sem er sameiginlegt, ekki þess sem aðskilur, hlusta á aðra þótt þeir horfi af öðrum sjónarhóli en við, rjúfa einangrunina og einstaklingshyggjuna og starfa saman sem ein heild. það besta sem þú gerir er það sem þú gerir fyrir aðra en ekki bara fyrir sjálfan þig, byggja upp eins og við húmanistar á
II Herferðin
Ætlunin er að koma þessum boðskap til eins margra og mögulegt er. Ef hver húmanisti á
Framkvæmdin er mjög einföld: Samhæfarnir skýra þetta skjal fyrir aðalfulltrúum sínum og hafa yfir Friðarreynsluna. Síðan gerir hver aðalfulltrúi slíkt hið sama með teymisfulltrúum í sínu ráði, þar á eftir fara teymisfulltrúarnir yfir þetta með hópfulltrúum hver í sínum hóp sem að lokum fara til stuðningsmanna sinna.
Sérhver félagi og sérhver stuðningsmaður fer síðan til annarra og skýrir þennan boðskap fyrir þeim. Rétt er að taka strax fram að við höfum hafið þessa herferð til þess að forða því að yfirvofandi bylgja ofbeldis ríði yfir þjóðfélagið
Einnig vegna þess að við trúum því að ef meiri hluti þjóðarinnar hafnar ofbeldi nú og beitir sér fyrir útrýmingu þess, verði þetta ár upphaf þúsaldar friðar fyrir okkur Haitibúa.
Pétur Gujónsson