ALLAN HERINN BURT, ÍSLAND ÚR NATÓ
Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin fékk fyrirséða tilkynningu um brottför hersins, berast okkur fréttir af stórfelldum loftárásum á hið sigraða land Írak. Sjálfsagt hafa þoturnar fjórar haft þar hlutverki að gegna. Það er táknrænt að eftir 3 daga eru þrjú ár síðan ríkistjórn Íslands gekk í hóp hina “viljugu” stríðsglæpamanna, Bandaríkjamanna og Breta. Þingsflokksformaður Framsóknar orðaði það svo smekklega að samningsstaða okkar myndi áreiðanlega batna með staðfestu okkar. Hvað um það niðurlæging okkar er algjör. Nú á að róa á mið til Dana, var 17 júní 1944 ef til vill misskilningur?
Hér áður fyrr gengu herstöðvaandstaðingar stoltir frá Keflavík til Reykjavíkur og mótmæltu veru hersins og Nató. Í einni þeirra var fánaberinn núverandi þingflokksmaður Framsóknar, sem nú á ekkert eftir annað en að skríða frá Reykjavík til Keflavíkur í von um her. Svona breytast hlutirnir, ef von er um völd.
Það að herinn ætli að fara með þotur og þyrlur er varnarsigur, markmiðinu verður ekki náð fyrr en hinum svokallaða “varnarsamningi” verður sagt upp og Íslendingar segi sig úr Nató. Helsta ógnin við heimsfriðinn eru Bandaríkin. Afganistan og Írak eru þar dæmi um.
Ekki má gleyma Íran þar sem Bandaríkjamenn langar til að gera tilraunir með “litlar kjarnorkusprengjur” en fyrir þá sem ekki vita eru litlar kjarnorkusprengjur, ofursprengjur sem engu hlífa, hvorki réttlátum, ranglátum, börnum né móður jörð forsendu mannlífsins.
Rúnar Sveinbjörnsson