Fara í efni

ÓSKAÐ EFTIR SVARI

Sæll öll þið sem vitið hvað er að gerast. Sæl þið öll sem fagnið þeirri umræðu sem var í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. En Ögmundur minn, við ræddum um það á sínum tíma að fá Perkins hingað til fyrirlestrar og því veit ég að þú ert með á nótunum. Nú situr þú í ríkisstjórn og því ætla ég að spyrja þig og - krefst ég svara - um eitt MJÖG mikilvægt atriði. Það hefur að gera með Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég ætla að vitna hér í tuttugustu og fjórðu grein hans: 24. Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé [?!?]. Við gerum ráð fyrir að þessi þörf sé 24 milljarðar Bandaríkjadala á tímabilinu til loka ársins 2010. Þar af eru um 19 milljarðar vanskil vegna skulda yfirteknu bankanna þriggja, svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum, en afgangurinn er sjóðsþörf að fjárhæð 5 milljarðar Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að 2 milljarðar Bandaríkjadala fáist með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem skilur eftir afgangsfjárþörf er nemur 3 milljörðum Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að þetta bil verði brúað með tvíhliða lánssamningum og munum ljúka viðræðum þess efnis áður en stjórn sjóðsins tekur mál okkar fyrir. Mat á því hvernig gengur að mæta fjárþörf okkar verður hluti af ársfjórðungslegum endurskoðunum okkar og sjóðsins. 24. Í þessu yfirliti um þörf ríkisins fyrir erlenda lánsfjármögnun á því tímabili sem áætlunin tekur til (til ársloka 2010) er fyrst nefnd heildartalan 24 ma. USD. Inni í henni eru um 19 ma. USD sem eru EFTIRSTÖÐVAR AF KRÖFUM Í GÖMLU BANKANA þrjá og eins og ráða má af liðum 7, 12 og 20 munu heimtur ráðast af eignum þeirra. Eftir stendur lánsfjárþörf samkvæmt þessari áætlun upp á 5 ma. USD. Af þeim er farið fram á 2 ma. USD að láni frá IMF, 3 ma. USD eru fengnir með tvíhliða lánasamningum við önnur ríki. Árangur við að tryggja fjármögnun er hluti af ársfjórðungslegu mati á framgangi áætlunarinnar í heild. Hér er margt sem krefst nánari athugunar og ALLIR Íslendingar verða að skilja. Byrjum á "Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé" Af hverju ef að eignir gömlu bankanna standa vel fyrir öllum erlendum almennum innistæðum og innlendar innistæður eru tryggðar og þær greiðast af ríkissjóði með innlendri krónu? Þessir skrifarar "gera ráð fyrir" að þörf á erlendu lánsfé árin 2009 og 2010 sé 24 milljarðar Bandaríkjadala!!! 19 milljarðar vegna vanskila gömlu bankanna!!! Bíddu við eigum við Íslendingar að taka það á okkur? Hvaða vanskil? Þetta eru klárlega ekki innistæður vegna þess að svo segir í setningunni "svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum". Nei þetta eru eins og segir: "eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá". Ríkissjóður á sem sagt, samkvæmt efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar, að taka á sig og greiða með erlendum lánum eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá!!! Lítum aðeins á hvað 24 milljarðar bandaríkjadala er stór upphæð - 24.000.000.000$. Þetta er á gengi dagsins í dag 2.886.960.000.000 kr. eða rétt tæplega 3 billjónir íslenskra króna. Til samanburðar má sjá að fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2009 eru 555.640.900.000 kr. eða fimm sinnum lægri tala - fimm sinnum fjárlög íslenskra ríkisins er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fara fram á (leggja til) að íslenska ríkið taki að láni erlendis til að greiða eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankanna þrjá á næstu tveim árum!!! Til að borga eitthvað sem búið er að sannfæra allan almenning um að ekki eigi að falla á ríkissjóð!!! Ögmundur Jónasson - getur þú svarað fyrir þetta? Styður þú þetta? Þú ert nú í ríkisstjórn og ég þekki þig: Ætlarðu að láta þetta eftir ganga?