Fara í efni

ÖGRUN

Það var sérstök lífsreynsla að koma að lögreglustöðinni við Hlemm seinnipartinn  á laugardaginn. Lögreglumenn gráir fyrir járnum fylltu tröppurnar og þétt andspænis þeim stóðu mótmælendur sem kröfðust þess að fá félaga sinn leystan úr haldi.

Af fréttaflutningi af málinu má ráða að handtakan hafi verið liður í hannaðri atburðarrás.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum á laugardag. Móðir Hauks hefur andmælt þessu og bent á að Haukur hafi ekki verið boðaður í afplánun. Lög kveða á um að það skuli gert með þriggja vikna fyrirvara.

Afstaða, sem er félag fanga, segir að skýringar lögreglu á handatöku Hauks geti ekki verið neitt annað en fyrirsláttur. Fangelsi eru yfirfull og á þriðja hundrað manns á biðlista eftir afplánun. „Félagið gefur þær skýringar á staðhæfingum sínum að í því ástandi sem nú ríkir í fangelsismálum, þar sem fangelsin séu stútfull, sé engin hætta á að þeir sem skulda sektir séu teknir með sama hætti og Haukur enda bíði menn með dóma fyrir miklu alvarlegri brot afplánunar".

Hvers vegna var Haukur þá handtekinn daginn fyrir fjöldamótmæli? Töldu stjórnvöld manninn svo hættulegan að hann gerði allt vitlaust á Austurvelli? Yfirstjórn lögreglunnar mátti vita að það yrði ekki látið átölulaust af almenningi að drengurinn yrði handtekinn. Nærtækast er að ætla að meiningin með handtökunni hafi einmitt verið sú að að æsa til mótmæla og ofbeldis sem síðan gæti verið vopn í höndum ríkisins til að fæla „venjulega borgara" frá mótmælum.

Í þessu ljósi er virðingaverð sú ákvörðun Hauks að þiggja boð um að sektin sem olli frelsissviptingunni yrði greidd og honum sleppt úr haldi. Þetta gerði hann vegna þess að