SLIT Á STJÓRNMÁLASAMBANDI OG VIÐSKPTABANN Á ÍSRAEL
Fjöldamorðin í Kana í Suður-Líbanon þar sem ísraelski herinn myrti tugi barna eiga sér því miður fordæmi. Í þessum sama bæ fyrir rúmum 10 árum, hinn 18. apríl árið 1996, framdi ísraelski herinn einnig fjöldamorð með loftárás á flóttamannabúðir í Kana. Einnig þá voru fórnarlömbin – 106 talsins - upp til hópa börn og unglingar. Yfir hundrað særðust í þeirri árás. Þetta má kynna sér á heimasíðu Herstöðvaandstæðinga, fridur.is.
Ríkisstjórn Íslands hefur hvatt Ísraelsstjórn til þess "að leita leiða" til að koma á vopnahléi. Það er þó látið fylgja með að Ísland hafi fullan skilning á því að Ísraelar þurfi að tryggja öryggi sitt! Það er nákvæmlega það sem Ísraelar telja sig vera að gera með árásunum á Líbanon. Eflaust hafði Saddam Hussein einhverjar slíkar skýringar uppi þegar hann ofsótti Kúrda í Norður-Írak í sinni valdatíð. Sá er hins vegar munurinn á valdhöfum í Írak og Ísrael að hinir fyrrnefndu eru dregnir fyrir stríðsglæpadómstól en hinir síðari eru mærðir og farið um þá blíðum og varfærnislegum höndum jafnvel eftir að þeir verða uppvísir að hrikalegum strríðsglæpum og mannréttindabrotum.
Ég var í hópi þeirra sem fögnuðu framtaki ríkisstjórnarinnar en mér brá óneitanlega í brún þegar ég sá texta bréfsins. Mótsagnirnar í viðbrögðum NATÓ ríkjanna, með Bandaríkin í broddi fylkingar, eru miklar. Væru menn samkvæmir sjálfum sér og hefðust eins að og þeir sögðust vera að gera á Balkanskaganum vorið 1999 þegar loftárásir voru gerðar á Sarajevó, að sögn til að koma í veg fyrir fjöldamorð í Kosovó, ættu þeir hinir sömu nú að hafa lagt til atlögu með loftárásum á Tel Aviv!
Tilefni þessara skrifa minna er þó ekki að hneykslast á þeirri ríkisstjórn, sem stýrir nú landi okkar, þótti til þess sé full ástæða, hvað þá að hvetja til h
Íslendingar geta ekki grátið yfir gyðingaofsóknum nasista, aðskilnaðarstefnu í Suður-Afriku eða fjöldamorðum i gömlu Júgóslavíu og Rúanda en litið undan þegar ógnarveldi Ísraelsríkis stundar skipulögð fjöldamorð og mannréttindabrot ódulið og beint fyrir augum okkar.
Okkur ber að krefjast stjórnmálaslita við Ísraelsríki, viðskiptabanns og stríðsréttarhalda yfir þeim sem ábyrgir eru fyrir þeim mannlega harmi og óbætanlega skaða sem þeir hafa valdið.