1. maí á Höfn: Með lýðræði gegn skrifræði
Fyrir fimmtíu árum eða þar um bil, var lífið - og þar með verkalýðsbaráttan - á marga lund einfaldara. Ekki aðveldara, heldur einfaldara. Allar línur voru skýrari. Menn höfðu ástæðu til að ætla að allar breytingar væru til framfara og heiminum miðaði hratt fram á við.
Í samfélaginu var vissulega tekist á, oft harkalega. Verkalýðsátök fyrri tíðar voru um sumt harðvítugri en gerist nú á tímum þótt ekki sé það einhlítt. Átökin stóðu um hve hratt skyldi farið í sakirnar; að byggja upp stofnanir velferðarsamfélags og bæta kjör launafólks. Auðvaldið dró lappirnar. Verkalýðshreyfingunni lá hins vegar á. Hún mátti engan tíma missa. En þótt átök gætu orðið hörð, og aðilar gráir fyrir járnum frammi fyrir hvor öðrum, þá bar í rauninni enginn brigður á hvert stefndi. Menn höfðu svipaða sýn á hvernig þjóðfélagið ætti að líta út. Heita má að ríkt hafi þverpólitísk sátt um framtíðarsýn.
Þessi sátt er nú úti. Nú er tekist á um sjálfan grundvöllinn, ekki hvernig haga skuli samtryggingu, heldur að hvaða marki hún eigi yfirleitt rétt á sér; hvort yfir höfuð samfélagið - við öll - eigum að bera ábyrgð á samferðamönnum okkar. Öryrkjabandalagið boðar til fundar þar sem spurt er hvort stefni í tveggja þrepa heilbrigðiskerfi, fyrir hina efnameiri og hina efnaminni.Verkalýðshreyfingin boðar til funda um svipuð efni og starfsmenn hennar sitja sveittir að skrifa álitsgerðir fyrir löggjafarsamkunduna þar sem færð eru fram rök gegn því að drykkjarvatnið sé gert að markaðsvöru, rafveiturnar einkavæddar og sjúkrahúsin, skólarnir og elliheimilin fengin fjárfestum í hendur. Samtök fjármálafyrirtækja kæra ríkisvaldið til evrópskra dómstóla fyrir að voga sér að reka félagslegt húsnæðiskerfi. Talsmaður þeirra segir ekki vafa undirorpið "að kerfið sé markaðshamlandi". Þannig er það orðað. Það eru ekki gróðaöflin sem eru talin truflandi. Samfélagið er talið trufla gróðaöflin. Öllu er á haus snúið.
En eins öfugsnúið og þetta hljómar í eyrum þorra fólks, þá er staðreyndin engu að síður sú, að þessi öfl fá sínu framgengt í ríkum mæli. Flest er nú látið víkja fyrir gróðahugsun og með víðtækri einkavæðingu samfélagsþjónustunnar er valdið smám saman fært úr höndum fólksins í hendur þeirra sem hafa komist yfir auðinn. Þeirra er nú mátturinn og dýrðin. Hugtökin frá því í áradaga verklýðsbaráttunnar um auðhyggju og auðvald hafa að nýju trúverðugan hljóm - þau eru veruleikanum samkvæm og lýsa honum rétt.
Ekkert kemur af sjálfu sér. Af hálfu fjármagnseigenda hefur þetta kostað langvarandi þrýsting og þaulsætni – ég held þau hjá Verslunarráðinu hljóti að vera búin að drekka yfir sig af kaffi eftir alla morgunverðarfundina. Þessir fundir hafa nánast allir haft sömu yfirskrift: Að færa beri samfélagsþónbustuna í hendur fjármálamanna. Árangurinn af þessu starfi hefur verið að birtast í ýmsu formi. Það er samhengi á milli stöðugs þrýstings af hálfu þessara aðila, annars vegar, og niðurskurðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins, hins vegar. Þjónustan er skorin niður og síðan nýjum aðilum opnuð leið inn í reksturinn. Þetta hefur þegar verið gert á ýmsum sviðum og væri í rauninni ekkert við þetta að athuga ef hægt væri að svara eftirfarandi þremur spurningum játandi:
Verður þjónustan betri með breyttu eignarhaldi?
Verður hún hagstæðari fyrir þann sem borgar brúsann?
Og – í þriðja lagi, verður þetta fyrirkomulag betra fyrir þá starfsmenn sem veita þjónustuna?
Ef svörin væru jákvæð, væri vert að íhuga breytingar.
Ef þau á hinn bóginn eru neikvæð, liggur í augum uppi að hin nýja forskrift á ekki rétt á sér.
Og svörin eru neikvæð. Við skulum aldrei gleyma því, að ástæðan fyrir því að aðstandendur Verslunarráðsins og Samtaka atvinnulífsins vilja komast yfir almannaþjónustuna er sú, að þaðan er peninga að hafa – þeirra hugsun var aldrei að þeir kæmu færandi hendi. Af þeirra hálfu var leikurinn til þess eins gerður að hafa peninga út úr þjónustunni. Og eftir því sem þeim gengur betur í þessari viðleitni sinni, þeim mun minna fjármagn verður eftir til ráðstöfunar, og þjónustan því lakari sem þessu nemur. Þetta liggur í augum uppi. Bregðist yfirvöldin síðan við með hærri fjárveitingum til þess að láta þjónustuna ekki koðna niður, þá kemur það við skattpyngju okkar allra.
Það mega menn vita að fjármagnið mun hafa sitt á þurru eins og fyrri daginn. Það er hægt að hagnast vel á öldruðum, sagði eigandi hlutafélagsins Öldungs h.f. þegar það fyrirtæki var sett á fót. Og Ríkisendurskoðun kvað upp úr um að ástæðan fyrir því að elliheimili hlutafélagsins fengi miklu hærri greiðslur frá skattborgaranum en önnur elliheimili, væri sú, að eðlilega eða "að sjálfsögðu", þannig var það víst orðað, "að sjálfsögðu" gerðu fjárfestar kröfu um arð af fjárfestingu sinni. En þá spyr ég á móti og þannig spyr verkalýðshreyfingin, er ekki eðlilegt að stjórnvöld standi vörð um almannahagsmuni, og þar með skattfé landsmanna? Ég fullyrði að það hafi núverandi ríkisstjórn ekki gert. Henni er meira umhugað um hag fjármálamanna en hag almennings.
Ég tel löngu tímabært að taka þessa umræðu alla upp frá grunni og spyrja bæði gamalla spurninga og nýrra. Hver á að vera ábyrgð samfélagsins – og, hvernig á að vera háttað gagnkvæmri ábyrgð ein
Í árdaga kapítalismans gengu hörðustu frjálshyggjumennirnir langt í að fylgja fram þeirri kröfu að halda bæri ríkisumsvifum í algeru lágmarki. "Ríkið á að halda uppi lögum og reglu, ein
En það var einnig annað sem olli því að þverpólitísk sátt myndaðist um að byggja upp samfélagsþjónustu. Jafnvel háborgaralegir stjórnmálamenn sögðu, þegar komið var fram undir lok 19. aldar og fram á þá tuttugustu, að til að tryggja jafnræði með ein
Félagslega sinnað baráttufólk vildi ekki una neinni lágmarkshugsun fyrir hönd fjöldans, heldur ganga lengra og smíða raunverulegt velferðarsamfélag þar sem hlúð og hlynnt væri að hverjum og einum frá vöggu til grafar svo vitnað sé í fræga pólitíska yfirskrift, sem ættuð er frá Bretlandseyjum á millistríðsárunum.
Það er þessi hugmyndagrunnur sem nú á í vök að verjast. Að vísu tala allir stjórnmálaflokkar enn um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar á sviði mennta- og heilbrigðisþjónustu. En sá veruleiki, sem blasir við okkur – og er runninn undan rifjum ráðandi stjórnmálaafla - gefur tilefni til að við höfum allan vara á. Tryggingafélög bjóða landsmönnum nú upp á sjúkratryggingar, mismunandi hagstæðar eftir því hvað ein
En á sama tíma og sáttin um velferðarsamfélagið er rofin er boðið upp í nýjan dans.
Nú talar auðvaldið nýrri tungu: Gjafir skulu yður gefnar. Ef þið fallist á að við markaðsvæðum samfélagsþjóustuna, skulum við sjá til þess að ykkar verði gætt á markaði. Það verða sett lög og reglugerðir og það verður eftirlit; við munum fylgjast af árvekni með því að allir samningar standi:
Við skulum setja lög um góða viðskiptahætti
Við skulum setja lög gegn fákeppni og hringamyndun
Við skulum setja lög um stranga neytendavernd
Við skulum tryggja með skýrum samningum, að réttur borgaranna verði ekki fyrir borð borinn þótt samfélagsþjónusta verði boðin út á markaði
Við munum – og hlusti menn nú – við munum standa fyrir siðvæðingu markaðarins
Allt er þetta góðra gjalda vert og án efa þess virði að styðja margt af því sem þarna er boðið. En hafa menn velt því fyrir sér, að skiptin sem boðið er upp á, er annars vegar samfélag, sem rekið er á vegum og á forsendum lýðræðislegrar þátttöku og lýðræðislegs aðhalds og hins vegar samfélag sem reist er á forsendum fjármagns en með tilheyrandi og stöðugt fleiri eftirlitsstofnunum. Annars vegar almannasamfélagið með opnu lýðræðislegu aðhaldi og umræðu sem öllum er opin og hins vegar eftirlitssamfélagið, samfélag fjármagnsins þar sem kostnaðarsamt skrifræði gegnir hlutverki sýndarréttlætis. Á þessu tvennu er grundvallarmunur.
Í almannasamfélaginu er samfélagsþjónustan rekin af ríki, sveitarfélögum, eða sjálfseignarstofnunum, sem ekki hafa hagnaðarvon að leiðarljósi, iðulega sprottnar upp úr samtökum sjúklinga eða verkalýðshreyfingu (SÍBS og DAS). Á milli þeirra sem stýra þessum rekstri og fjárveitingarvaldsins ríkir sjaldnast friður. Stöðugt er togast á um fjármuni, ekki aðeins í þröngri kjarabaráttu stéttarfélaganna, heldur líka - og þetta er mikilvægt - tekist er á um hve miklir fjármunir eigi að renna til starfseminnar til að bæta hag þeirra sem þjónustunnar njóta, tekist er á um hve lengi sjúklingar geti dvalið á sjúkrastofnunum, hversu fjölmennir skólabekkir eigi að vera og hver skuli vera réttur hins aldraða. Innan veggja stofnana í almannaeigu er þannig að finna varðmenn almannahagsmuna. Í ráðuneytum er þá vissulega einnig að finna. Þannig ber fjármálaráðuneyti og öðrum ráðuneytum að sjá til þess að sameiginlegu skattfé landsmanna sé ráðstafað af skynsemi. Togstreitan á milli fjárveitingarvaldsins og starfsmanna velferðarþjónustunnar er þannig eðlileg og jákvæð. En það er ekki öllun um hana gefið.
Ríkjandi viðhorf í stjórnmálum hefur verið að líta á markaðsvæðingu sem ákjósanlega aðferð til að draga úr kröfugerð innan úr kerfinu, helst eyða þeirri togstreitu sem gerir líf stjórnmálamanna erfitt á stundum. Hugmyndin er sú, að með útboðum og markaðsvæðingu komi fjárfestar í stjórnunarhlutverk með allt annað viðhorf að leiðarljósi en hér var lýst: Nú sé það hagnaðarvonin sem gildi. Hinir nýju herrar geti beitt eignarrétti sínum til kaldhamraðrar stýringar, til dæmis ráðið og rekið starfsfólkið að vild. Það er hald ráðamanna að fyrr eða síðar muni þeim takast að koma múl á kröfugerðarröddina innan úr velferðarþjónustunni. Reyndar ber fjármálaráðherrann okkar sig nú að eins og lítið barn sem ekki getur beðið eftir því að fá að opna pakka á jólunum. Geir H. Haarde, langar óumræðilega til að fá að gera allt það sem hér var lýst, helst áður en hann einkavæðir. Þess vegna er hann nú kominn fram með frumvarp sem heimilar að reka fólk úr starfi skýringarlaust. Bara burt með þig. Halda menn að þetta verði ekki fínt á fréttastofu Ríkisútvarpsins, til dæmis ef menn verða með óþægilegar fréttir? Eða hjá ríkislögreglustjóra, þar verður hægur vandinn að reka menn, sem eru gefnir fyrir óþægilegar rannsóknir. Þá má fýra fyrirvaralaust og án skýringa, það er að segja, ef ríkisstjórnin fær sínu framgengt með makalausu lagafrumvarpi sínu. Þetta kalla þau í stjórnarmeirihlutanum framfarir. En þótt hinn áhugasami fjármálaráðherra sé við það að fara fram úr sjálfum sér, þá vita bæði hann og pólitískir vinir hans sem er, að allt þetta verður auðveldara þegar starfsemin hefur verið einkavædd.
Þegar það hefur gerst, þá skulum við ekki velkjast í neinum vafa um hinar félagslegu afleiðingar: Ábyrgð sem áður sneri að skjólstæðingum velferðarþjónustunnar snýr nú að fjárfestum, hlutafjárhöfum; ábyrgðin snýr að eigendavaldi, sem gerir kröfu um lágmarkostnað en hámarksarð.
Ekki eru þeir stjórnmálmenn, sem taka undir hagsmunapot Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðsins allir svo skyni skroppnir að þeir vilji ekki leita leiða til að tryggja hag neytenda á einhvern hátt. Hér bjóðast tvær leiðir.
Ein leið til aðhalds og eftirlits með markaðsvæddu kerfi er að láta kúnnann, - því nú hættir barnið að vera skólanemi og verður viðskiptavinur, hið sama gildir um sjúklinginn, - að láta kúnnann um hituna. Þetta er svosem gamalreynd aðferð, sem tíðkast hefur um langan tíma í verslun og viðskiptum og gefist ágætlega þar sem hún á við. Hugmyndin væri þá sú að sjúklingurinn bæri sig líkt að og við gerum þegar við verslum fyrir helgina, vilji hann velja dýr úrræði, og borga meira fyrir bragðið, þá geri hann það. Hvers vegna ekki að leyfa fólki að velja hvort það vill mjaðmaaðgerð eða Majorkaferð, spurði forveri núverandi fjármálaráðherra einhveru sinni á fundi. Fundarmenn urðu svoldið tómir í framan. Þeir vissu, að sá sem færi í mjaðmaaðgerðina færi líka til Majorka. Þeir sem leita ódýrari lausna til að bæta slæmt heilsufar, gera það yfirleitt ekki af fúsum og frjálsum vilja, heldur tillneyddir. Markaðseftirlit af þessu tagi, er því ávísun á mismunun. Og ég spyr, erum við tilbúin að skrifa upp á kerfi sem niðurgreiðir heilbrigðisþjónustu við efnaðasta fólkið í landinu, því það megum við vita að sá mannskapur ætlar að hafa það besta af öllum heimum, fá sinn skerf úr skattkerfinu og rúmlega það og síðan borga sig framfyrir í röðinni.
Þá er það hin leiðin. Það eru eftirlitstofnanir og eftirlitsmenn, brynjaðar lögum og reglugerðum. Þessa leið er nú verið að fara. Gerðir eru samningar við þá aðila sem fá til sín verk í útboðum. Þessir samningar, þjónustusamningar eru þeir kallaðir, eiga að vera skýrir og gagnsæir eins og nú er í tísku að segja. Og orkan fer nú öll í að hafa eftirlit með því að staðið sé við samningana. Í þeim gæti t.d., staðið, að á elliheimilinu skuli vera súpa í hádeginu. En hvað á að vera í súpunni? Þarf ekki líka að skilgreina það svo við endum ekki uppi með naglasúpu á öllum elliheimilunum sem boðin verða út í landinu? Eftirlit og aftur eftirlit. Þær munu spretta upp eins og gorkúlur eftirlitsstofnanirnar. Og það get ég sagt ykkur góðir fundarmenn að á
En aftur að afleiðingunum: Munurinn á almannasamfélaginu og eftirlitssamfélaginu sá, að í fyrra tilvikinu er byggt á innra aðhladi, í hinu síðara utanaðakomandi eftirliti.
Ekki velkist ég í vafa um hvor kosturinn er betri. Reyndar trúi ég því að eftirlitsþjóðfélagið feli dauðann í sér. Fyrir nokkrum árum var settur á svokallaður fallskattur í skólum. Unglingar sem féllu á prófi voru látnir greiða sekt. Þarna var byrjað að beita tækjum eftirlitsþjóðfélagsins. Fram til þessa hefur viðtekið viðhorf verið að þá fyrst læri börn og unglingar í skólum að einhverju gagni að löngunin komi innan frá, að barnið, unglingurinn vilji vita hvernig eigi að reikna, hvar New Yok sé að finna, Tokyo, Benidorm og Svalbarða, hvernig eigi að nota tölvur. hverja gleði bókmenntir veiti, hvers virði sögulegur fróðleikur er, menningararfurinn, hvað heimspekingar hafi haft fram að færa, hvernig landið okkar myndaðist, lífshættir rækjunnar, samsetning vélbúnaðar, hver sé leyndardómur tækninnar - og að skólinn megi aldrei gefast upp á því að örva þekkingarleit og löngun til að vita meira, hvessa skilninginn og gera höndina hagari. Eftirlitssamfélaginu er hins vegar lítið gefið um slík sjónarmið. Það lætur menn bara sæta sektum, – skilningsvana og áhugalausa lætur eftirlitsþjóðfélagið ungmennin ganga svipugöngin.
Góðir félagar!
Hvers vegna ver ég svo miklum tíma sem raun ber vitni til þess að ræða þessi mál? Það er vegna þess að ég hef sannfæringu fyrir því að við stöndum á tímamótum. Þjóðfélag okkar breytist ört. Og breytingarnar eru grundvallarbreytingar. En þjóðfélagið er ekki bara að breytast. Það er verið að breyta því og það er gert á yfirvegaðan hátt og að baki búa miklir hagsmunir. En við eigum líka hagsmuna að gæta í velferðarsamfélaginu. Og ef við ætlum ekki að láta hlunnfara okkur, þurfum við að vera meðvituð um hvað er á seyði. Vandinn við þessar breytingar er sá, að þröngt á litið er auðvelt að skrifa upp á margt, kannski flest af því sem nú er á teikniborðinu. Viljum við ekki koma í veg fyrir fámenniseignarhald á fjölmiðlum? Jú, en hver eru skiptin? Á að svipta okkur því mótvægi sem Ríkisútvarpinu, útvarpi í almannaeign, er ætlað að vera? Viljum við ekki að ein
Og nú spyr ég, eigum við ekki að fara aðrar leiðir en verið er að þröngva okkur inn á? Dæmin sanna að ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki leitað til réttu ráðgjafanna. Eða myndum við leita til páfans um kynlífsráðgjöf? Er nokkuð gáfulegra að láta kauphallarbraskara ráðleggja um líknarstarf?
Samfélag getur því aðeins vaxið að fólk deili með sér gæðunum. Það er hugsanlegt að viss tegund af þröngri efnahagslegri verðmætasköpun sé möguleg án þessa, að minnsta kosti tímabundið, en vöxtur þess sem tekur til mannlegra verðmæta verður ekki án samfélags og samhjálpar. Alvöru sjálfbær og varanlegur vöxtur og framfarir verða þegar fólk deilir sorg og gleði, sigri og ósigri, þekkingu, metnaði, draumum - og peningum. Af hverju finnst milljarðamæringunum það sanngjarnt að þeir einir skuli eiga allt - alveg allt - og taka allan gróðann - alveg allan gróðann, ekki bara milljónirnar heldur skrilljónirnar, þegar ljóst er að verðmætin eru ómótmælanlega sköpuð af vinnu mörghundruð eða þúsunda manna? Samfélag sem leyfir mönnum slíkt háttalag hefur brugðist – ekki bara siðferðilega heldur líka með hliðsjón af efnahagslegri skynsemi.
Framfarirnar í heiminum byrjuðu fyrir alvöru þegar hinir ríku voru skikkaðir til að deila með sér og skapa réttlátara þjóðfélag. Nú er byrjaður aftur söngurinn um að allir græði á því að hinir fáu eigi allt, - alveg allt, enda sjáum við misskiptinguna aukast, leikgleðina minnka, samkenndina þverra og trúna á framfarir að sama skapi. Í hjarta sínu gera allir sér grein fyrir að þetta er ekki leiðin fram á við. Innst inni veit samfélagið að gæta þarf hófs í öllu. Ef gripið var niður í röðina yfir efnahagskerfi heimsins fyrir Íraksstríðið þá var hún á þessa leið: Nr. 53 Írak, Nr. 52 Bill Gates, Nr. 51 Suður-Afríka!!! Og hvernig er þessu varið hér á landi? Það er úrelt að tala um milljónamæringa. Nú eru það milljarðamæringar, sem greiða sjálfum sér bónusa sem nema tugum og jafnvel hundruðum milljóna. Lágtekjumaðurinn hefur innan við eitthundraðþúsund krónur á mánuði. Í huga mínum brjótast um mörg hugtök, spilling, heimska og þaðanaf stærri orð, en góðir fundarmenn, eigum við ekki að sameinast um þá hófstilltu ályktun að mótor íslenska efnahagskerfisins þurfi nú að stilla þannig að hann brenni jafnar?
Þetta skulum við nú allt ræða og við skulum spyrja: Ef milljarðamæringarnir eru skapaðir til að græða peninga, til hvers erum við hin þá sköpuð?
Er ekki nóg komið af einstefnuakstrinum? Er ekki kominn tími til að segja það hátt og snjallt og þannig að þeir sem hafa farið höndum um íslenskt efnahags- og peningakerfi - ránshöndum - á undanförnum hálfum örðum áratug skilji, skilji að mál sé að linni, að hér eftir verði það þeirra að heyja varnarbaráttu. Segja okkur hvers vegna bankar, sem raka inn milljarðatugum í hreinan gróða, þurfi líka að gína yfir húsnæðiskerfinu, og hvers vegna einhver þurfi að græða á öldruðum? Er ekki nógu erfitt að eldast þó það þurfi ekki líka að skila hagnaði? Og hvernig fór með kenninguna um markaðinn? Var ekki sagt að hann leysti öll vandamál? En af hverju þurfti þá Samkeppnisstofnun? Er ekki nokkurn veginn allt komið á haus? Þarf ekki einhver að svara fyrir þetta rugl? Gæti verið að aðal hagræðing frjálshyggjunnar í augnablikinu sé hagræðing sannleikans?
Frá sjónarhóli heildarinnar felur óhamin eigingirni ekki aðeins í sér ranglæti, heldur er hún beinlínis heimskuleg – að deila afrakstri má líkja við frumurnar, sem skipta sér í tvennt og aftur í tvennt og sú deiling verður síðan grundvöllur allrar sköpunar. Það er arðbært að deila gæðum, það er grundvöllur vaxtar. Allur vöxtur hvílir á samvinnu og því meiri sem leikgleðin er því betri verður árangurinn og ábyrgðin og vöxturinn. Hin tröllaukna misskipting og græðgi sem við erum að upplifa í dag, ber dauðann í sér. Við skulum hins vegar verða talsmenn lífsins og leikgleðinnar.
Við skulum standa vörð um húsnæðiskerfið, menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna. Við skulum aldrei sofna á verðinum gagnvart öryrkjanum, hinum atvinnulausa og öllum þeim sem búa við bág kjör. Ríkisstjórnin slær sér á brjóst og segist hafa bætt kjör atvinnulausra. Ráðaherrar verða meira að segja reiðir þegar sagt er að ekki sé nóg að gert, sömu menn og ætluðu að skerða kjör atvinnulausra fyrir aðeins fáeinum mánuðum. Þeirri árás var hrundið með sameinuðu átaki verkalýðshreyfingar og félagslega sinnaðs fólks á
+Það er hægt að hrinda árásum á kjörin og snúa vörn í sókn.
+Það er hægt að hefja að nýju að húni baráttufána fyrir félagslegum jöfnuði, þar sem sú regla er við lýði, að sá fær aðhlynningu sem er hjálpar þurfi án þess að hafa tryggingakort upp á vasann. Þér er hjálpað vegna þess að þú ert veikur en ekki vegna þess að þú átt kort
+Þannig hugsar íslenska verkalýðshreyfingin
+og þannig hugsar verkalýðshreyfing allra landa.
+Um heiminn allan kemur fólk nú saman – á baráttudegi verkalýðsins, hinn 1. maí - og lætur þessar kröfur um jöfnuð og réttlæti hljóma og enduróma. Við erum hluti af þessu ákalli, þessu alþjóðlega herópi, sem nú gerist sífellt sterkara og sterkara. Heitum því að hefja baráttufána að húni og minnumst þess að okkar málstaður á framtíðina fyrir sér.
En fyrir þeirri framtíð þarf að berjast.