Fara í efni

30. MARS 1949

Sjötíu ár eru nú liðin frá því að lögregla veittist að almenningi sem safnast hafði saman fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli til að mótmæla því að Ísland gengi í NATÓ.

Almenn þjóðaratkvæðagreiðsla var ekki á dagskrá og skyldi málið keyrt í gegnum þingið.

Þessu skyldi mótmælt á Austurvelli.

Þeim mótmælum var mætt með táragasi lögreglunnar.

Í kjölfarið var efnt til réttarhalda þar sem tuttugu manns hlutu dóma (24 voru ákærðir) . Ekki mun hafa verið skortur á ljúgvitnum við þau réttarhöld.

Þyngsta dóminn hlaut móðurbróðir minn, Stefán Ögmundsson, prentari og frumkvöðull að Menningar- og Fræðslusambandi Alþýðu, einhver besti maður sem ég hef kynnst.

Stefán var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í undirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælunum. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftalistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár.

Engar sögur fara af dómum yfir þeim sem stýrðu táragsinu eða héldu um kylfurnar 30. mars fyrir 70 árum.

Töfluna hér að neðan birti ég hinum ákærðu og dæmdu til heiðurs.

Nafn

Fæðingarár

Dómur

Nafn

Fæðingarár

Dómur

Alfons Guðmundsson

1930

12 mánuðir skilorðsbundnir *

Jón Kristinn Steinsson

1908

7 mánuðir *

Árni Pálsson

1927

3 mánuðir skilorðsbundnir

Kristján Guðmundsson

1927

4 mánuðir

Friðrik Anton Högnason

1928

4 mánuðir skilorðsbundnir

Kristófer Sturluson

1925

sýknaður

Garðar Óli Halldórsson

1928

5 mánuðir *

Magnús Hákonarson

1931

6 mánuðir skilorðsbundnir

Gísli Rafn Ísleifsson

1927

3 mánuðir skilorðsbundnir

Magnús Jóel Jóhannsson

1922

7 mánuðir *

Guðmundur Helgason

1927

3 mánuðir skilorðsbundnir

Ólafur Jensson

1924

4 mánuðir

Guðmundur Jónsson

1932

1.500 kr. sekt skilorðsbundið

Páll Theódorsson

1928

3 mánuðir skilorðsbundnir

Guðmundur Björgvin Vigfússon

1915

sýknaður

Sigurður Jónsson

1924

sýknaður

Hálfdán Bjarnason

1903

30 dagar skilorðsbundnir

Stefán Oddur Magnússon

1919

2.500 kr. sekt

Hreggviður Stefánsson

1927

sýknaður

Stefán Sigurgeirsson

1902

6 mánuðir *

Jóhann Pétursson

1918

3 mánuðir

Stefán Ögmundsson

1909

12 mánuðir *

Jón Múli Árnason

1921

6 mánuðir *

Stefnir Ólafsson

1927

7 mánuðir

* sviptur kjörgengi sem og kosningarétti