8. MARS: BARÁTTUDAGUR KVENNA
Dagurinn í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og er í tilefni dagsins efnt til ráðstefnuhalds og fjölda funda af hálfu kvennasamtaka og verkalýðshreyfingar. Þar má nefna ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík, kl 11:45, sem Kvenréttindafélag Íslands, hreyfing launafólks og fleiri aðilar standa að undir yfirskriftinni, Konur og hnattvæðing – er heimurinn eitt atvinnusvæði? Á meðal þeirra samtaka sem stóðu að þessum fundi var BSRB, sbr. HÉR. Þá má nefna fund í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, kl. 17:00 þar sem spurt er, Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Að þeim fundi standa kvennasamtök, mörg samtök launafólks, þar á meðal BSRB, auk svo MFÍK, Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Öryrkjabandalagsins, Samtaka herstöðvaandstæðinga o.fl.
Þá má nefna fund á vegum Bríetar á Dubliners í Reykjavík kl. 20:00, þar sem meðal annars er lesið úr ræðu baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá árinu 1887. Listamenn og stjórnmálamenn koma fram á þessum fundi, þar á meðal