AÐ LESA PASSÍUSÁLMA MEÐ SÁLINNI
01.02.2010
„Það les enginn slíkan texta svo vel sé nema sálin sé með í leiknum", sagði Gunnar Stefánsson, útvarpsmaðurinn góðkunni í inngangsorðum sínum að Passíusálmalestri Andrésar Björnssonar í kvöld. Þar með hófst lestur Passíusálmanna sem mun standa næstu 9 vikurnar eins og 66 ára hefð er nú komin á að gera í Ríkisútvarpinu á föstunni, eða allar götur frá árinu 1944.
Gunnar Stefánsson upplýsti hlustendur um að Andrés Björnsson hefði lesið Passíusálmana tvisvar sinnum, árið 1947 og svo aftur 40 árum síðar, árið 1987. Upptakan í kvöld var sú fyrri og reiknast mér til að þá hafi Andrés verið þrítugur að aldri. Greinilegt var að þá þegar hafði útvarpsstjórinn fyrrverandi, „fagurkerinn á bókmenntir" sem Gunnar lýsti svo, sálina með í lestrinum enda var maðurinn tvennt í senn „rómaður ljóðalesari" og „trúarleg viðfangsefni honum hugstæð".
Andrés Björnsson var ekki aðeins frábær upplesari. Hann var menningarinnar maður. Á tímum sem okkar er gott að finna til kjölfestunnar í menningunni. Þar hefur Ríkisútvarpið skyldum að gegna. Mikilvægt er að þrátt fyrir allar efnahagsþrengingar viðhaldi Ríkisútvarpið viljanum til að rísa undir því hlutverki sínu.
Sjá hér: http://dagskra.ruv.is/ras1/4520980/2010/02/01/
Gunnar Stefánsson upplýsti hlustendur um að Andrés Björnsson hefði lesið Passíusálmana tvisvar sinnum, árið 1947 og svo aftur 40 árum síðar, árið 1987. Upptakan í kvöld var sú fyrri og reiknast mér til að þá hafi Andrés verið þrítugur að aldri. Greinilegt var að þá þegar hafði útvarpsstjórinn fyrrverandi, „fagurkerinn á bókmenntir" sem Gunnar lýsti svo, sálina með í lestrinum enda var maðurinn tvennt í senn „rómaður ljóðalesari" og „trúarleg viðfangsefni honum hugstæð".
Andrés Björnsson var ekki aðeins frábær upplesari. Hann var menningarinnar maður. Á tímum sem okkar er gott að finna til kjölfestunnar í menningunni. Þar hefur Ríkisútvarpið skyldum að gegna. Mikilvægt er að þrátt fyrir allar efnahagsþrengingar viðhaldi Ríkisútvarpið viljanum til að rísa undir því hlutverki sínu.
Sjá hér: http://dagskra.ruv.is/ras1/4520980/2010/02/01/