AÐ LOKNU EVRÓPURÁÐSÞINGI
Á í gær lauk í Strasbourg viku-löngu þingi Evrópuráðsins. Þrír íslenskir þingmenn sátu þingið, Karl Garðarsson og Unnur Brá Konráðsdóttir, auk mín. Öll tókum við þátt í störfum nefnda og einnig í umræðum á þinginu en þær spönnuðu afar vítt svið.
Sjálfur hafði ég framsögu, fyrir hönd vinstriflokkanna, um málefni fólks sem er horfið, yfirleitt í tengslum við stríð og erjur. Í Evrópu einni er um að ræða 20 þúsund einstaklinga sem skýringarlaust eru horfnir.
Horfist í augu við hina horfnu!
Fyrir framan þingsalinn voru ljósmyndir af fjölda slíkra einstaklinga og bað málshefjandi þingmenn að horfast í augu við þetta fólk á myndunum til að skilja og skynja að um raunverulega einstaklinga væri að ræða og bætti síðan við að í reynd væru þeir miklu fleiri sem ættu um sárt að binda vegna þessara mannshvarfa en hinir brottnumdu því þeir ættu fjölskyldur og vini sem þjáðust hvern dag í óvissunni um afdrif sonarins, ættingjans eða vinarins.
Umræðan á þinginu snerist um hvernig grafist væri fyrir um örlög þessara einstaklinga og hvort og þá hvernig hægt væri að finna markvissari leiðir til þess. Sums staðar hefur árangur náðst. Annars staðar ekki. Einn vandinn er sá, að iðulega eru það þátttakendur í „hvarfinu" sem einir vita hvað af fórnarlambinu varð, yfirleitt grimmileg aftaka. Þá er spurt, á að bjóða hinum seka einhvers konar sakaruppgjöf ef hann segir frá? Þetta er siðferðilega erfið spurning en ekki augljóst að svara henni neitandi því fyrir aðstandendur skiptir öllu að vita. Hefnd er yfirleitt ekki efst í þeirra huga heldur að fá vitneskju um hvað gerðist.
Skömm hverra?
Í þessu sambandi langar mig að segja frá honum Diallo frá Gíneu. Hann kom fyrir flóttamannanefnd Evrópuráðsins, þar sem ég á sæti, og sagði okkur sögu sína. Ekki veit ég hvað hann var gamall en giska á 15 ára, agnarsmár, en stór í hugsun. Foreldra sína hafði hann misst í stríðsátökum, sjálfur síðan hrakist á flótta ásamt félaga sínum, einnig ungum að árum. Þeir höfðu orðið viðskila þegar komið var til Evrópu. Sjálfur komst hann til Frakklands og sagðist hafa orðið undrandi á fákunnáttu Frakka um heimaland sitt, sem hafi verið frönsk nýlenda. Varla gætu Frakkar talist án ábyrgðar á ástandinu í heimalandi sínu. Saga Diallos af stríði og hörmungum var hrikaleg og frásögnin áhrifarík; hvernig hann hefði þurft að „lifa eins og rotta" í skipalest á leið til hins meinta frelsis. En á áfangastað hafi frelsið hins vegar ekki beðið sín heldur löng og erfið óvissa og óöryggi, einn síns liðs. Aleinn.
Hann var þó ekki ásakandi gagnvart neinum, sagði að hann væri kominn á þennan fund til að segja frá örlögum sínum og „skömm". Ég sagði að skömmin væri ekki hans, heldur okkar og líka ábyrgðin. Sjálfur væri ég handhafi slíkrar ábyrgðar því málefni hælisleitenda hefðu um nokkurra ára skeið verið á mínu borði sem innanríkisráðherra Íslands.
Ekkert eins erfitt
Enginn málflokkur hefði verið mér eins tilfinningalega eins erfiður og málefni hælisleitenda og í engu málefni hefði ég verið eins ósáttur við kerfið og þar með sjálfan mig, þótt reynt hefði verið að þoka málum til betri vegar. Þetta væri ekki flokkspólitískt málefni heldur væru nánast allir stjórnmálaflokkar um Evrópu alla þátttakendur í að viðhalda ómannúðlegu kerfi og væri það okkar hlutverk og viðfangsefni að fá úr því bætt.
Sýrland og seljendur
Vandinn er náttúrlega að hluta til sá, að iðulega erum við að fást við afleiðingar eigin gjörða, sem samanstanda af ofbeldi og heimsku. Ég nefni Írak, Líbíu og Afganistan. Á þessi lönd var ráðist í nafni mannréttinda, en sprengjuregnið færði þjóðunum hvorki frelsi né mannréttindi. Þvert á móti þá jók utanaðkomandi árásarstríð á öldina sem fyrir var og skapaði jafnframt stríðan straum flóttamanna og hælisleitenda frá þessum löndum. Og ég nefni líka Sýrland. Upplýst hefur verið að allt fram á árið 2011 hafi bresk og þýsk stjórnvöld heimilað sölu til Sýrlands á efnum (chemicals), sem nota má til efnahernaðar! Var einhver að hneykslast á notkun efnavopna? Þetta nefndi ég í ræðu sem ég flutti um Sýrland á þingi Evrópuráðsins.
Í ályktun sem samþykkt var um Sýrland var fagnað aðgerðaáætlun um eyðingu efnavopna en áhersla lögð á að þeir sem gerst hefðu sekir um stríðsglæpi yrðu látnir svara til saka frammi fyrir dómstól.
Og síðan aldraðir
Á þinginu fjallaði ég einnig um málefni aldraðra og sagði frá reynslu okkar Íslendinga af viðleitni til að styrkja réttarstöðu eldra fólks á vinnumarkaði. Í tillögum sem lágu fyrir þinginu var lagt til að réttur eldra fólks yrði styrktur í lögum. Mín skoðun væri sú, sagði ég, að þær lagabreytingar sem líklegastar væru til árangurs sneru að endurmenntun og réttinum til hennar. Þá þyrftum við á hreyfanleika að halda á vinnumarkaði og innan vinnustaða til að geta svarað betur þörfum og óskum fólks á mismunandi aldursskeiðum en kannski þyrftum við fyrst og fremst á að halda hreyfanleika í hugsun, því allt snerist þetta meira og minna um hugarfar og vilja.
Hins vegar kvað ég það ekki vafa undirorpið að vinnumarkaðurinn hefði í ýmsu tekið breytingum til hins verra í seinni tíð; hann væri ómannúðlegri en áður var og hugsun óbilgjarnrar markaðshyggju hefði því miður grafið um sig í viðhorfum stjórnenda, þar með talið hjá hinu opinbera.
Þessu þyrfti að breyta. Íslendingar hefðu góða reynslu af vitundarvakningu um gildi reynslunnar á vinnumarkaði. Við hefðum lært að hægt er að hafa áhrif eldra fólki á vinnumarkaði til hagsbóta.
Í umræðunni sagði einn þátttakandinn, breskur þingmaður, frá skýrslu sem unnin hefði verið fyrir McDonalds, þar sem fram hefði komið að elsta starfsfólkið hefði reynst traustast og þessu stórfyrirtæki verðmætast.
Um þetta málefni var ég talsmaður vinstri flokkanna á þinginu.
Matvælaöryggi
Ég var einnig talsmaður vinstri flokkanna um matvælaöryggi og tók ég undir þau sjónarmið sem fram komu í skýrslu um málefnið en þar kom fram að mikilvægt væri að líta á matvælaöryggi sem mannréttindi. Í heiminum eru framleidd matvæli sem ættu að nægja til að sjá 7 milljörðum íbúum jarðarinnar fyrir nægum mat en engu að síður væri einn milljarður manna sveltandi eða liði af næringarskorti. Hungursdauða væri óhugnanlega víða að finna. Matvælin væru með öðrum orðum næg en efnahagslegt misrétti leiddi hins vegar til alvarlegs skorts. Úrræði til úrbóta fælust því ekki síst í jöfnun lífskjara á heimsvísu.
Í fyrrnefndri skýrslu var áhersla lögð á að efnaðri löndin sýndu hinum efnaminni sanngirni, m.a. með því að niðurgreiða ekki matvæli í samkeppni við fátæktina. Ég sagði að þetta hlyti að snúa að útflutningi á matvöru en ekki niðurgreiðslum innanlands. Ég væri þannig fylgandi niðurgreiðslu á framleiðslu mjólkur í mínu heimaland í samkeppninni við kóka kóla!
Hvar var bankað uppá?
Á þinginu var samþykkt ályktun til stuðnings þeim sem koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við almeninng. Ég tók þátt í umræðu um þetta mikilvæga málefni og fjallaði ég um lýðræðislegu uppljóstrarana Edward Snowden og Bradley Manning svo og Wikileaks og sagði frá samskiptum mínum við bandarísku alríkislögregluna FBI sumarið 2011 og spurði hvort hún hefði ef til vill bankað upp á hjá fleiri ríkisstjórnum í Evrópu á þessum tíma. Við yrðum að fá að vita það í nafni opins þjóðfélags og í nafni lýðræðisins. Varla vildum við sætta okkur við að skáldsaga Orwells, 1984, hefði verið skrifuð til einskis.
-----------------------------------
Hér að neðan er ræða mín um þetta efni en síðan vísa ég á umfjöllun Magneu Marinósdóttur, ritara sendinefndar Íslands, um þingið en þar er að finna slóðir á þær ræður sem fluttar voru af hálfu íslensku sendinefndarinnar. Set slóðina inn þegar frásögnin er komin á net Alþingisvefsins.
Hér er síðan slóð á vef Evrópuráðsins þar sem nálagast má allt þetta efni og miklu meira: http://hub.coe.int/
Ö. J. on National Security and access to information
I would like to start by thanking for this important debate. I agree with the recommendations of the rapporteur, Mr. Arcadio Diaz Tejera, and I am grateful for the excellent report providing us with background information.
The starting point is the „presumption that all State-held information should be accessible" (p.13) and that all exemptions from this general rule need be justified legally and morally.
There are references to Wikileaks and Bradley Manning: "The current harsh criminal prosecution against the "Wikileaks" source Bradley Manning, seems to be a clear violation of the above-mentioned principles.... Any criminal sanctions for these alleged leaks should be proportionate with the actual harm done and should take into account the idealistic motivation of Mr Mannig, who was barely over twenty years old at the time of the alleged deeds." (p.23)
But had he been 65 years of age, what then?
I was born in 1948 and therefore a child of the Cold War. Since early adulthood I have been a socialist. And common to my generation of western socialists during the Cold War period was being constantly reminded of authoritarian Soviet Union with its surveillance of its citizens. We retorted that such a system was abhorrent to us.
Now we have evidence that the US government is spying on all of us - not only US citizens - but all of us. For this information we can thank Edward Snowden, the democratic whistle-blower.
We should do all in our power to defend him and likewise Bradley Manning and Wikileaks. It is therefore I, as Minister of Interior, refused cooperation with the FBI when they came to Iceland in August 2011 endeavouring - as I understood it - to find ways to frame Julian Assange and Wikileaks. I do not know on how many government doors the FBI have knocked on in Europe. But such activities must be made public.
We must all refuse co-operation on such premises and tell the world in the name of transparency and in the name of democracy. And that is in compliance with this resolution. Therefore I support it.
We must prove that 1984 was not written in vain.