AÐ ÞORA AÐ VELJA FRIÐINN
Birtist i helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.03.25.
Í byrjun árs 2014 var ég viðstaddur svokallaða Nevroz hátíð í fjölmennustu borg Kúrda í Tyrklandi, Diyarbakir eða Amed eins hún er kölluð á kúrdísku. Amed er miðsvæðis í Kúrdahéruðunum í suðaustanverðu Tyrklandi. Hátíðarhöldin fóru fram undir berum himni og er áætlað að slagað hafi í milljón manns á svæðinu.
Samkoman var litrík, fánar blöktu og veifur á lofti, hópar stigu dansa og vígreifir ungir Kúrdar fóru mikinn í hrópum og köllum.
En þótt gleði og baráttuandi væri alls ráðandi þótti mér loft lævi blandið. Kannski vegna þess að ég var á þessum tíma farinn að þekkja til sögu Kúrda, langvinnra ofsókna á hendur þeim, fangelsana, banns við að þeir töluðu eigið tungumál og legðu rækt við menningu sína. Ég þekkti líka til vopnaðra varnasveita Kúrda í fjöllunum í landamærahéruðum Tyrklands annars vegar að Írak og hins vegar að Sýrlandi.
En þegar hér var komið sögu virtist vera að rofa til. Glugginn hafði verið opnaður á einangrunarfangelsinu á Imrali eyju í Marmarahafinu suður af Istanbúl, þar sem Abdullah Öcalan, óskoruðum foringja Kúrdanna, hafði verið haldið í einangrun frá því að tyrkneska leyniþjónustan í samvinnu við þá bandarísku og ísraelsku höfðu komið honum þar fyrir í byrjun árs 1999. Og um þennan opna glugga voru nú hafnar friðarviðræður sem lofuðu góðu.
Ég man ég spurði sjálfan mig þar sem ég sat á sviðinu fyrir framan milljónina í Amed ásamt hópi aðkomumanna hvort það gæti verið að allir – líka þeir sem ættu harma að hefna úr langri kúgunarsögu – vildu frið. Hávaðinn í hljóðkerfunum, ákafi ræðumanna, tónninn, að því er mér heyrðist, var enginn friðartónn. En vel að merkja, ég skildi ekki eitt aukatekið orð.
Þegar ávarp Öcalans var lesið upp var hvergi slegið af í flutningi. En nú var þýtt í eyra mér. Og fyrst í stað kom mér ekkert á óvart. Hvatt var til staðfestu – hvergi mætti kvika!
«Við verðum að sýna hugrekki» hljómuðu skilaboðin á örugglega hundrað og fimmtíu desíbelum, frá hinum fangelsaða byltingarleiðtoga. En svo botnaði hann: «Við verðum að hafa hugrekki til að semja. Við þurfum að þora að semja, við þurfum að þora að velja friðinn.»
Auðveldast væri að halda sig á gamalkunnum slóðum, berjast til síðasta manns þar til að réttlátur friður fengist. En það væri ekki rétt, sagði Öcalan, því með því væri viðhaldið hatri og hefnigirni.
Slíkur varð árangur af tveggja ára samningalotu tyrkneska yfirvalda við forystu Kúrda sem nú var hafin, að vegur Kúrda fór vaxandi í þjóðfélaginu öllu og skilaði það sér í góðum árangri þeirra í kosningum. Stjórnarflokkur Erdogans varð hins vegar fyrir fylgistapi og missti meirihluta sinn á þingi. Við það léði Erdogan haukunum sér við hlið eyra og lét sannfærast um að skella í lás á Imrali eyju. Hófust nú ofsóknirnar gegn Kúrdum að nýju, borgir og bæir lagðir í rúst, fangelsanir sem aldrei fyrr og nú að auki ráðist á Kúrda sunnan landamæranna, í Rojava og víðar í norðanverðu í Sýrlandi.
Í febrúar sótti ég réttarhöld á vegum Permanent People´s Tribunal. Í réttarhöldunum, sem fram fóru í Brussel, var fjallað um ódæðisverk Tyrklandshers og bandamanna í Rojava, það er „Frjálsa Sýrlenska hersins“, og harðlínu íslamista. Það var ekki fallegt á að hlýða og augljóslega jarðvegur fyrir hefndarhug til langs tími. Í réttarhöldunum var sýnt myndband af aftöku kúrdískrar forystukonu. Það fylgdi sögunni að böðullinn sæti nú í varnarmálaráðuneytinu í nýrri stjórn Sýrlands í Damaskus.
En aftur vill Öcalan frið. Í febrúarlok lét hann þau boð út ganga til baráttusveita Kúrda í Tyrklandi að leggja niður vopn í þeirri von að samningaviðræður gætu hafist á ný. Og við nýja valdhafa Sýrlands, fyrrum fjandmenn í Al-Nusra, sem eru afleggjari ISIS samtakanna og lúta stjórn Abu Mohammad al-Julanis, sem nú er kominn í jakkaföt og með bindi og heitir núna Ahmed Hussein al-Sharaa, vill Öcalan einnig semja um frið. Við skulum virða landamæri Sýrlands, segir Öcalan, en þið þurfið þá jafnframt að virða rétt okkar til sjálfstjórnar og mannréttinda.
Mér er sagt að Öcalan hafi sett dæmið þannig fram gagnvart andstæðingum Kúrda innan og utan Tyrklands: Við eigum þrjá kosti í stöðunni, í fyrsta lagi að gera bandalag við Íran um stuðning, í öðru lagi að fara að vilja Ísraels, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands sem vilja veikja Sýrland til frambúðar með því að sundra því, jafnvel með sjálfstæðu ríki Kúrda sem þess vegna gæti sameinast Kúrdum í Írak. Þriðji kosturinn væri að samið yrði við Tyrklandsstjórn og nýja stjórn í Damaskus um friðsamlega sambúð til framtíðar. Það væri besti kosturinn fyrir alla, segir Kúrdaforinginn, aðrir kostir væru ávísun á hundrað ára stríð með tilheyrandi mannfórnum, hatri og hefnigirni. Nú væri komið að því að leysa ágreinings- og átakamál á annan hátt en með ógnunum og vopnavaldi. Nú væri það skynsemin sem ætti að ráða – og velvildin líka.
Þetta þykir mér gott að heyra; vildi aðeins að svona væri víðar talað – og hugsað.
TO DARE SEEK PEACE
In early 2014, I attended the Nevroz festival in Diyarbakir, or Amed as it is called in Kurdish. Amed is the most populous Kurdish city in the Kurdish regions in southeastern Turkey. The celebration took place in the open air and is estimated to have attracted a million people.
The gathering was colourful, flags fluttered and banners all around, there was spontaneous dancing, singing and chanting.
But although celebration and joy was in the air I felt I could also sense something ominous as well. Perhaps because at that time I had begun to learn about the history of the Kurds, the long-standing persecution against them, the imprisonments, the ban on them speaking their language and cultivating their culture. I also knew of armed Kurdish defence forces in the mountains of Turkey’s border regions with Iraq on one side and Syria on the other.
But now there were signs that history could be breaking. Opened had been the window of the prison on Imrali Island, where Abdullah Öcalan, leader of the Kurds, had been held in solitary confinement since early 1999. It had been the Turkish secret service, in collaboration with the American and Israeli intelligence services, which had abducted him and placed him there. Through this new opening promising peace talks had begun.
As I sat on the stage in front of the crowds in Amed, together with a group of visitors, I remember asking myself whether it was possible that everyone – including those grieving the consequences of a long history of oppression – if everybody really wanted peace. The noise in the sound systems, the forcefulness of the speakers, the tone, as far as I could hear, was not a tone of peace. But that was just an impression, I of course understood nothing – not a single word.
When Öcalan’s message was read out, the delivery was the same, loud and seemingly uncompromising. But now I had translation into my ear. At first nothing surprised me, an appeal for courage and determination never to give up: «We must show courage», the message from the imprisoned revolutionary leader rang out at a hundred and fifty decibels.
But then he continued: “We must have the courage to negotiate. We must dare negotiate, we must dare choose peace.”
It would be easiest to stay on old paths, to fight to the last man until a “just peace” was achieved. But that would not be right, Öcalan said, because that would perpetuate hatred and revenge.
Such were the results after two-years of negotiation between the Turkish authorities and the Kurdish leadership, that had just begun at the time of my visit, that the Kurdish cause had gained sympathy and understanding in Turkish society as a whole, which gave good results for the Kurdish cause in the parliamentary elections in 2015. However, Erdogan's ruling party suffered a loss of support and lost its majority in parliament. With this, Erdogan listened to the hawks at his side, and was convinced to slam the doors on Imrali Island. The persecution of the Kurds began again, cities and towns were destroyed, imprisonment of Kurds like never before, and now in addition Kurds were being attacked south of the border, in Rojava, and elsewhere in northern Syria.
Last February I attended a trial at the Permanent People's Tribunal. The trial, which took place in Brussels, dealt with the atrocities committed by the Turkish army and its allies in Rojava, the "Free Syrian Army", and hardline Islamist groups. It was not easy to listen to and what had taken place could clearly become a breeding ground for long-term vengeance. A video of the execution of a Kurdish leader was shown at the trial. It was reported that the executioner is now in the Ministry of Defense of the new Syrian government in Damascus.
But again Öcalan wants peace. At the end of February, he issued an invitation to Kurdish fighters in Turkey to lay down their arms in the hope that negotiations with the Turkish authorities could resume. And likewise with the new rulers of Syria, former enemies from Al-Nusra, an offshoot of the ISIS organization and under the command of Abu Mohammad al-Julanis, who now wears a suit and tie and is now called Ahmed Hussein al-Sharaa, Öcalan also wants to negotiate peace. We will respect Syria's borders, Öcalan says, but Damascus must then respect our right to self-government and human rights.
I am told that Öcalan presented the case to the opponents of the Kurds inside and outside Turkey as follows: We have three options in this situation, firstly, to form an alliance with Iran for support, secondly, to comply with the wishes of Israel, the United States, Britain and France, who want to permanently weaken Syria by dividing it, even with an independent Kurdish state that could therefore unite with the Kurds in Iraq. The third option would be to negotiate with the Turkish government and the new government in Damascus on peaceful coexistence for the future. That would be the best option for everyone, says the Kurdish leader, other options would be a prescription for a hundred years of war with the human sacrifice this would entail, hatred and revenge. Now it is time to resolve disputes and conflicts in a way other than through threats and the use of force. Now it is intellect and reason that should prevail – and goodwill too.
I think this is good to hear; I only wish that such words were spoken more widely.
--------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/