Fara í efni

Áhugaverður fundur BSRB um átakamál í Evrópusambandinu


Það er samdóma álit forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinar að Þjónustutilskipun Evrópusambandsins, sem nú er í smíðum, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir velferðarþjónustuna í Evrópusambandinu og á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með á Íslandi. BSRB boðar á föstudag til fundar um þessa tilskipun með tveimur hlestu forystukonum EPSU, Samtaka starfsfólks í almannaþjónustu á hinu Evrópska efnahagssvæði. Önnur kvennnanna, Carola Fischbach-Pyttel,  er framkvæmdastjóri EPSU, hin, Anne-Marie Perret, er varaformaður samtakanna.
Með Þjónustutilskipuninni verður skilgreind sú þjónusta sem á að lúta lögmálum hins innri markaðar. Markaðssinnar í Evrópusambandinu reyna allt hvað þeir geta til að gera tilskipunina eins rúma og kostur er, þannig að hún nái til velferðarþjónustunnar, þ.e. heilbrigðisþjónustu og skóla. Við þessu varar verkalýðshreyfingn mjög eindregið og segir að verði rúm túlkun ofan á, þá sé velferðarþjónustu, sem byggir á jöfðnuði, í voða stefnt. Þá er að finna í þessari tilskipun svokallaða upprunalandsreglu, country of origin principle, sem hefði það í för með sér, yrði hún samþykkt, að þær reglur sem gilda um samninga og kjör í upprunalandi fyrirtækis, mætti fyrirtækið “flytja út” með sér til þeirra landa innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem það kæmi til með að hasla sér völl. Þannig gætu fyrirtæki í löndum þar sem samningar eru rýrir flutt slíka samaninga, og þar með rýr kjör, til svæða þar sem samningar eru bærilegir. Þá myndi það til dæmis ekki gilda eins og gerir nú hér á landi, að óheimilt sé að greiða undir samningsbundnum lágmarkskjörum.

Nánar um fund BSRB má finna á þessari netslóð:

http://www.bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=721&menuid=