ÁKALLI SVARAÐ
23.08.2016
Hvert sæti var skipað á efri hæðinni í Iðnó í gærvöld þegar ég sagði frá ferð minni til Palestínu í síðustu viku til að safna liði til stuðnings baráttufanganum Balil Kayed, sem nú hefur verið hátt í 70 daga í mótmælasveiltii. Ég beindi sjónum að hlutskipti hans og annarra fanga sem nú taka þátt í andófi gegn fangelsun án dóms og réttarhalda sem nú færist í vöxt af hálfu ísraelska hernámsliðsins í Palestínu.
Í dag sendi ég baráttukveðjur frá fundinum suður til Palestínu og fékk hlýjar og þakklátar kveðjur á móti og er þeim hér með komið á framfæri.