ALFRED DE ZAYAS FYRIR FULLU HÚSI
Skipað var í hvert sæti í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík á opnum hádegisfundi á laugardag. Fólk var komið til að hlýða á Alfred de Zayas prófessor í lögum við háskóla í Genf en hann hefur áratuga reynslu sem sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í aðskiljanlegum málum.
Við fangsefnið var alþjóðakerfið og þá einkum Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeim tengdar. Augljóst er að þessar stofnanir ráða ekki við að leysa deilumál sem nú gerast svo alvarleg að heimsfriðnum er ógnað.
Eiga þessar stofnanir sér viðreisnar von; eiga þær framtíðina fyrir sér? Alfred de Zayas telur svo vera en forsenda þess að svo geti orðið er sú að virtar verði þær reglur sem settar hafa verið um Sameinuðu þjóðirnar og stofnanakerfi þeirra. Því fer fjarri að sú sé raunin og var de Zayas ómyrkur í máli hvað þetta varðar: Vesturlönd með Bandaríkin og NATÓ í broddi fylkingar grafi undan heimskerfinu með undirferli og valdníðslu. Vísaði hann í nýafstaðinn «Leiðtogafund um framtíðina» í New York sem dæmigerða sýndarmennsku, við þyrftum leiðtogafund um samtímann! Sagði hann.
Því miður brást það að taka fundinn upp en sem betur fer sýndi Samstöðin málinu áhuga og tók ítarlegt viðtal við de Zayas sem ég mun vísa í hér á síðunni þegar þar að kemur.
----------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.