Fara í efni

ALFRED DE ZAYAS KYNNTUR TIL LEIKS

 

Ég vil þakka Samstöðinni fyrir að vilja kynna fyrirhugaðan fund í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á morgun, laugardag með Alfred de Zayas.

Ef einhvern tímann var í alvöru þörf á alvöru-umræðu um alþjóðamál þá er það nú þegar haldið er með heiminn nánast sofandi út á ystu nöf kjarnorkutortímingar.

Ekki sofa þó allir. Í það minnsta ekki Alfred de Zayas prófessor í Genf og fyrrum óháðs sérfræðings við mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Er alþjóðakerfið sem smíðað var um miðja síðustu öld búið að syngja sitt síðasta eða á það framtíðina fyrir sér sem sá vettvangur þar sem deilumál mannkyns verða leyst með friðsamlegum hætti?

Alfred de Zayas hefur sett fram tillögur um hvað beri að gera til að færa okkur fram á við. Í stuttu máli segir hann að einfaldlega þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar hafi verið. Því fari fjarri að svo sé gert.

Hér er viðtal við mig við Rauða borðið á Samstöðinni þar sem ég kynni fyrirhugaðan fund: https://samstodin.is/clips/um-hvad-snyst-gagnryni-alfred-de-zayas/

----------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.