Fara í efni

ALLIR ÞINGMENN OG SÍÐAN ÖLL FRAMBOÐ VERÐI KRAFIN SVARA

Byndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Norðurlandaráðs, segir í fréttum að í formennskutíð sinni í ráðinu hafi verið lögð áhersla á að færa hernaðarsamvinnu inn í norrænt samstarf. Segir hún vera mikla stemningu fyrir þessu á meðal norrænna þingmanna, þar á meðal íslenskra væntanlega.

“Hvernig kæmi hið herlausa Ísland að því sam­starfi”, er Bryndís spurð á mbl.is

„Ég hef svarað þeirri spurn­ingu þannig, að hugs­an­lega opni nor­rænu her­irn­ir dyr sín­ar fyr­ir ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um.”

Ég ætla að leyfa mér að mótmæla þessum áformum!

Ég ætla líka að leyfa mér að beina því til íslenskra fjölmiðla að þeir krefji íslenska þingmenn - hvern og einn einasta - um að gera grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls. Fer þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Norðurlandaráðs fram með tillögur sínar í þeirra umboði? Hvað skýrir þögn þeirra? 

Í framhaldinu verði allir flokkar sem koma til með að bjóða fram til Alþingis spurðir hver afstaða þeirra er til þessara hernaðaráforma.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/19/islendingar_gaetu_att_adkomu_ad_norraenum_her/

---------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.