ALLIR ÞINGMENN OG SÍÐAN ÖLL FRAMBOÐ VERÐI KRAFIN SVARA
Byndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Norðurlandaráðs, segir í fréttum að í formennskutíð sinni í ráðinu hafi verið lögð áhersla á að færa hernaðarsamvinnu inn í norrænt samstarf. Segir hún vera mikla stemningu fyrir þessu á meðal norrænna þingmanna, þar á meðal íslenskra væntanlega.
“Hvernig kæmi hið herlausa Ísland að því samstarfi”, er Bryndís spurð á mbl.is
„Ég hef svarað þeirri spurningu þannig, að hugsanlega opni norrænu herirnir dyr sínar fyrir íslenskum ríkisborgurum.”
Ég ætla að leyfa mér að mótmæla þessum áformum!
Ég ætla líka að leyfa mér að beina því til íslenskra fjölmiðla að þeir krefji íslenska þingmenn - hvern og einn einasta - um að gera grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls. Fer þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Norðurlandaráðs fram með tillögur sínar í þeirra umboði? Hvað skýrir þögn þeirra?
Í framhaldinu verði allir flokkar sem koma til með að bjóða fram til Alþingis spurðir hver afstaða þeirra er til þessara hernaðaráforma.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/19/islendingar_gaetu_att_adkomu_ad_norraenum_her/
---------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.