Fara í efni

ALÞINGI BER AÐ AUKA AÐHALD OG EFTIRLIT MEÐ LÖGREGLUNNI

lögreglan og skýrslugerðin
lögreglan og skýrslugerðin

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók í morgun fyrir skýrslu sem unnin var fyrir embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um mótmælin sem urðu í kjölfar efnahagshrunsins og spannar hún árin 2008-2011. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Guðjónsdóttir, mætti ásamt samstarfsfólki fyrir nefndina og sátu þau fyrir svörum.

Skýrslan er yfirgripsmikil og byggir á samblandi af lögregluskýrslum, bókunum, fréttum fjölmiðla, og viðtölum ásamt vangaveltum höfundar, Geirs Jóns Þórissonar. Gagnrýnt hefur verið orðalag sem orkar tvímælis, tilvitnanir í samtöl svo og pólitískur dilkadráttur. Þá hafa fréttir af því að skýrslan hafi verið rædd í pólitísku samhengi áður en hún var birt, sett svip á málið.

Lögreglustjórinn sagði á fundinum að vinnubrögð lögreglu yrðu að vera hafin yfir vafa og lagði ríka áherslu á að mikilvægt væri að efla aðhald og eftirlit hvað varðar vinnubrögð og verkferla innan lögreglunnar þannig að ekki ríkti tortryggni um störf hennar. Við svipaðan tón hefur áður kveðið hjá ríkislögreglustjóra. Sem innanríkisráherra í síðustu ríkisstjórn lagði ég til að Alþingi mótaði slíkar reglur.

Í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd svo og í Allsherjarnefnd Alþingis hefur þetta verið rætt enda boltinn hjá Alþingi hvað þetta varðar.

Nokkrar fréttir af fundinum í dag:

 http://www.dv.is/frettir/2014/11/4/vilji-til-thess-ad-efla-adhald-med-logreglunni/

http://www.visir.is/logreglustjori-segir-skyrsluna-einsdaemi/article/2014141109655

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/11/04/enginn_gagnagrunnur_um_motmaelendur/

http://www.ruv.is/frett/logregla-skrai-ekki-stjornmalaskodanir 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/04112014/logreglan-fylgjandi-auknu-eftirliti-med-verklagi