ALÞINGI GFRAFIST FYRIR UM NJÓSNIR BANDARÍKJAMANNA Á ÍSLANDI
31.10.2013
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast í athugun á þeim staðhæfingum sem fram hafa komið, að Ísland sé eitt 23 landa sem hafi haft náið samstarf við NSA njósnastofnunina í Bandaríkjunum.
Ég greindi frá þessu á Alþingi í morgun jafnframt því sem ég spurði forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, hvort íslensk stjórnvöld hefðu formelga komið á framfæri mótmælum við njósnir Bandaríkjanna og hvort óskað hefði verið formlegra svara.
Forsætisráðherra tók í einu og öllu undir sjónsarmið mín, kvaðst fagna því að Stjórnskipunar- og eftirlitsnenfd hafi ákveðið að taka málið til rannsóknar og sagði jafnframt að mótmælum og óskum um upplýisingar hefði verið komið á framfæri formlega.
Forsætisráðherra hefur fallist á óskir mínar um að í næstu viku fari fram utandagskrárumræða um málið á Alþingi.
Umræða: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20131031T110131
http://visir.is/islendingar-krefjast-svara-um-njosnir-bandarikjanna/article/2013131039821http://visir.is/kanna-hvort-island-hafi-verid-samstarfsadili-nsa/article/2013131039804