AMERICA IS BACK AGAIN!
Bandaríkin eru aftur mætt til leiks, segir nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og boðar þar með íhlutunarstefnu af fullum krafti. Donald Trump, fráfarandi forseti, með öllum sínum göllum vildi fylgja einangrunarstefnu, draga heri Bandaríkjanna erlendis heim, draga úr framlagi til NATÓ, þvert á stefnu Obamas, Bush og Clintons – og nú Bidens.
Bandaríkin eru mætt aftur til leiks, eru skelfileg skilaboð frá helsta forystumanni þessa mesta hernaðarveldis heimsins. Sprengjurnar eru þegar byrjaðar að falla. Í Pentagon er veisla!
Anthony Blinken heitir nýi utanríkisráðherrann, áður innsti koppur í búri Clintons og Obamas, talsmaður hernaðaríhlutunar, ákafur stuðningsmaður innrásar Bush í Írak árið 2003, fylgjandi valdbeitingu í Sýrlandi og Líbíu.
Segist nú hafa lært sitt af hverju. Ekki trúði ég því eftir að fylgjast með honum undir ræðu öldungardeildarþingmannsins Rand Paul um íhlutunarstefnu bandaríska heimsveldisins víðs vegar um heiminn í seinni tíð, meðal annars stuðningi við öfgafulla íslamista í Sýrlandi. Mæli ég með því að hlustað verði á þetta sem því miður er þó ótextuð ameríska: https://www.youtube.com/watch?v=_i5ynePhmnk
Ég mæli líka með þessari þörfu lesningu eftir Þórarin Hjratarson um Sýrland. Ekki er ég alveg viss um að fréttaskýrendur Sjónvarpsins sem nú hafa hafið mikla umfjöllun um Sýrland hafi leitað jafn víða fanga og Þórarinn Hjartarson hefur gert. Reyndar skortir þar óþægilega mikið á. https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/thorarinn-hjartarson-skrifar-stridslok-og-endurreisn-i-syrlandi-eda-ekki