Fara í efni

ÁMINNING RÚNARS

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum.
Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti.
Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á hreina loftinu okkar og tekið að okkur að fela mengun frá kolaverum og kjarnorku í Evrópu með tilheyrandi peningagreiðslum – þetta eru jú bara viðskipti!
Eða hvað? Eru þetta bara viðskipti eða er þetta siðlaust bókhaldsvind og mútur.?
Það er von að Rúnar spyrji og tek ég undir með honum, hver ætlar að bera ábyrgð á þessari vitleysu?

Bréf Rúnars Sveinbjörnssonar: http://ogmundur.is/fra-lesendum/2021/01/hver-ber-abyrgd-a-thessari-vitleysu