ÁSKORUN TIL FRAMBJÓÐENDA OG KJÓSENDA Í REKTORSKJÖRI
Áskorun Samtaka áhugafólks um spilafíkn í tengslum við komandi rektorskjör í Háskóla Íslands kemur ekki beinlínis á óvart. Hún er rökrétt framhald á baráttu þessara samtaka fyrir því að losa þjóðfélagið við þá óværu sem spilakassar og spilavíti eru.
Þessi samtök eiga mikið lof skilið fyrir seigluna – fyrir að gefast aldrei upp þrátt fyrir fullkomið áhugaleysi og sinnuleysi stjórnvalda, og vil ég bæta við, ábyrgðarleysi Háskóla íslands, Rauða krossins og Slysavarnafélgsins landsbjargar en allar þessar virtu stofnanir hagnast á kostnað spilafíkla – og eru fyrir vikið ekki eins virtar og ella væri! Það er miður og því þarf að breyta. Þess vegna eiga allir hlutaðeigandi að taka þessa ályktun alvarlega.
Ég hvet lesendur til að lesa þessa frétt á Vísi þar sem ályktun baráttusamtakanna gegn spilafikn er rakin lið fyrir lið. Ég spái því að þessi samtök muni á endanum hafa betur því skoðanakannanir benda til þess að meiri hluti þjóðarinnar standi með þeim.
Sjá hér: https://www.visir.is/g/20252675806d/vilja-rektor-sem-afthakkar-illa-fengid-fe-
---------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.