Fara í efni

AUÐKENNI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Auðkenni ríkisstjórnar
Auðkenni ríkisstjórnar

Margir hafa orðið til að vekja máls á furðulegri þjónkun fjármálaráðuneytisins við fyrirtækið Auðkenni. Til þess að þröngva landsmönnum til viðskipta við fyrirtækið er það gert að skilyrði fyrir „skuldaleiðréttingu" ríkisstjórnarinnar að viðkomandi sé í viðskiptum við þetta tiltekna fyrirtæki. Annað hvort gangi menn til viðskipta við Auðkenni eða fái enga fyrirgreiðslu!
Ég gerði grein fyrir efasemdum mínum um þetta fyrirkomulag á Alþingi í haust og einnig í fjölmiðlum, þar á meðal á þessari síðu. Í þessum pistli eru sjónarmiðin reifuð og er m.a. spurt hvers vegna sé gengið framhjá Þjóðskrá sem ætti að standa stjórnvöldum nær en fyrirtæki í eigu bankanna:  

https://www.ogmundur.is/is/greinar/herbragd-i-thagu-fjarmalafyrirtaekja

Mér hefur borist fjöldi lesendabréfa þar sem m.a. er vakin athygli á tengslum fyrirtækisins við fjármálaráðuneytið, sbr. ma.a.:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/veistu-ad

https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-takmork-heimskunnar

https://www.ogmundur.is/is/greinar/skilningi-ofar

https://www.ogmundur.is/is/greinar/spurning-og-svar

https://www.ogmundur.is/is/greinar/rikisstudningur-vid-audkenni

https://www.ogmundur.is/is/greinar/mun-neita-ad-nota-audkenni

https://www.ogmundur.is/is/greinar/buinn-ad-afturkalla-rafraenu-skilrikin-sin

https://www.ogmundur.is/is/greinar/peningar-og-stjornmal

Ljóst er að knýja þarf enn á um svör stjórnvalda en þess má geta að Svandís Svavarsdóttir hefur sent inn fyrirspurn og óskað skriflegra svara fjármálaráðherra um málefnið. Fróðlegt verður að fylgjast með svörunum. Síðast í dag hitti ég fólk sem ætlar að bíða með að staðfesta tilboð um skuldaleiðréttingu í von um að fallið verði frá afarkostum fjármálaráðuneytisins. Finnst ríkisstjórninni sæmandi að ganga erinda tiltekins fyrirtækis?