BALLIÐ Á EYJUNNI
24.10.2012
Eyjan.is er skemmtilegt heiti á vefmiðli. Eyja getur verið stór. En líka agnarsmá - nánast á mörkum eyju og skers. Á Eyjunni er til nokkuð sem heitir Orðið á götunni. Það eru nafnlaus skrif, yfirleitt smá í sniðum. Síðasti pistill heitir Þá byrjar ballið. Þetta eru smá skrif, það sem kalla má skrif á skeri, tilraun til að gera málefnalega umræðu tortryggilega.
Ég leyfði mér að hafa skoðun á niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um áherslur í stjórnarskrá. Skrif mín eru hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/skyrar-visbendingar
Hér er svo Orðið á götunni: http://vefir.pressan.is/ordid/2012/10/23/og-tha-byrjar-ballid/
Auðvitað hefur hver maður rétt til sinna skoðana og setur þær fram eins og honum líkar best, undir nafni eða nafnlaust. Hins vegar er dapurlegt til þess að hugsa að víðlesinn fréttamiðill skuli hafa uppi tilburði til að gera málefnalega umræðu um mikilvægt málefni tortryggilega. Ég fæ ekki betur séð en ofangreint sé tilraun til þess.