Bandaríski blaðamaðurinn Ray Hanania segir í nýbirtri grein augljóst hvað vaki fyrir ísraelska forsætisráðherranum: Að framkalla ofbeldi af hálfu Palestínumanna. Með því móti styrki hann stöðu þeirra Ísraela sem vilji meiri landtöku á herteknu svæðunum. Í grein á vefsíðu sem er að finna í lokin á þessari samantekt, segir Ray Hanina, að morðið á Ahmed Yassin, helsta forsvarsmanni Hamas samtakanna, nú í lok marsmánaðar, hafi verið úthugsað einmitt með þetta fyrir augum.
Ferill Ariels Sharons sé blóði drifinn. Á sjötta áratug síðustu aldar hafi Sharon farið fyrir "aðgerðahópi" ("hit-squad"), sem hafi myrt fjölda manns. "Ef hægt er að líkja einhverjum við bin Laden", segir Ray Hanina, þá er það Arile Shoron, “sem þurrkar út alla möguleika á að koma á friði".
Hanania heldur því fram að Sharon hafi talið ísraelsk stjórnvöld á það á áttunda áratugnum, að styrkja Ahmed Yassin í sessi sem mótvægi við Yassir Arafat leiðtoga Frelsishreyfingar Palestínumanna, PLO, og staðhæfir hann að Ísrlaelsstjórn hafa látið styrktarfé af hendi rakna í þessu skyni. Hann biður menn að hugleiða hvernig staðan hafi verið á þessum tíma. Arafat hafi verið að takast að endurreisa frelsisbaráttu Palestínumanna eftir mjög erfitt tímabil. "Palestínska byltingin" hafi krafist þess að allt land sem frá Palestínumönnum hafði verið teki yrði endurheimt. Þegar komið hafi verið fram á árið 1988 hafi Arafat verið reiðubúinn til tilslakana ef það mætti verða til að koma á friði. Því hafi harðdrægustu menn í hópi Palestínumanna hins vegar verið mjög andvígir. Það hafi einnig gilt um Ariel Sharon. Hann óttist ekki ofbeldi; "hann óttast samkomulag", segir greinarhöfundur. Þess vegna hafi honum staðið ógn af Arafat. "Samkomulag veikir harðlínumenn í Likud flokknum sem vilja frekari landtöku frá Palestínumönnum og reka kristna menn og múslíma á brott. Með aðstoð Sharons byggði Yassin upp öflug samtök, sem nutu mikls stuðnings á meðal Palestínumanna, einkum á Gaza sæðinu. Sharon reyndi að styrkja Yassin í sessi á Vestur bakkanum en forystumenn í ísraelska Verkamannaflokknum beittu sér hins vegar gegn þessu. Þegar fyrsta Intifada hófst 1987, myndaði Yassin Hamas samtökin, ekki til að grípa til hryðjuverka heldur til þess að sporna gegn vaxandi pólitískum ítökum Arafats."
Eftir að þessari herferð lauk, með samningum Arafats við Verkamannaflokkinn, hafi Hamas hert á ofbeldinu og hafi nú hryðjuverkaárásir hafist. Sú fyrsta var gerð eftir að Baruch Goldstein, stuðningsmaður Sharons, myri 29 múslíma, sem voru við bænahald í mosku í Hebron árið 1994. Hamas og Sharon hafi átt það sameiginlegt að vera í andstöðu við að samið yrði um "land fyrir frið." Hamas vildi Ísraelsríki feigt og að í þess stað yrði sett á fót íslamst ríki. "Enda þótt Palestínumenn standi bæði að löglegu andófi og einnig að nokkru marki hryðjuverkumj, þá eru þeir að berjast gegn hernaðarvél sem hefur tekið af þeim heimilið, eignir og land, og myrt fjölskyldur þeirra. Palestínumenn byrjuðu ekki á því að ráðast á staði í Ísrael , heldur létu þeir aðeins til sín taka á herteknu svæðunum. Árásirnar í Ísrael hófust fyrst eftir að Sharon jók ofbeldið af hálfu Ísraela. Þetta eru óvéfengjanlegar staðreyndir."
vefslóðin á þessa grein er hér
og hér má sjá nánar um höfindinn og þann hóp blaðamanna sem hann heyrir til.