Fara í efni

BARÁTTA BORGAR SIG: YAZAN TAMINI OG JULIAN ASSANGE

Skýrt var frá því í fréttum í dag að palestínski drengurinn sem átti að flytja með lögregluvaldi úr landi beint af sjúkrabeði sínu hafi fengið leyfi til dvalar á Íslandi. Hvers vegna? Ástæðan er sú að fólk reis upp honum til varnar.

Ef fólk hefði ekki komið saman til funda, skrifað undir áskoranir og ályktanir væri Yazan löngu horfinn af landi brott. Á einum útifundinum sem ég sótti Yazan til stuðnings var klappað sérstaklega fyrir Þorleifi Gunnlaugssyni fyrir frumkvæði hans og atfylgi í baráttunni en að henni komu fjölmargir aðrir einstaklingar og samtök.

Á sama hátt hefði mátt klappa fyrir Bertu Finnbogadóttur sem fyrir nákvæmlega tveimur árum í dag hvatti til samstöðufundar við Alþingishúsið með Julían Assange en honum var sleppt úr haldi úr bresku fangelsi fyrir rúmum hundrað dögum en hann hafði setið þar árum saman án ákæru hvað þá dóms.

Það eru einstaklingar eins og Þorleifur og Berta sem beina mannkynssögunni í rétta átt og minna á að barátta borgar sig.

Sjá frétt frá 8. okt frá 2022: https://www.ogmundur.is/is/greinar/folk-sem-andaefir-ritskodun-og-stydur-frjalsa-fjolmidlun



Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.