BLAIR TEKINN Í BÓLINU
Breska stjórnin með Blair forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur heldur betur verið tekin í bólinu. Margoft hefur hún staðhæft að einkaframkvæmd innan samfélagsþjónustunnar hafi gefið góða raun og vitnað í skýrslur máli sínu til stuðnings. Stærsta verkalýðsfélag Bretlands, Unison, fékk fræðimenn til að fara í saumana á meintum sönnunargögnum ríkisstjórnarinnar. Í ljós kom að þar stendur ekki steinn yfir steini. Ríkisstjórnin hefur nefnilega vitnað í gögn sem bæði eru ófullkomin og blekkjandi.
Síðan 1992 hafa verið gerðir 677 einkaframkvæmdasamningar á vegum bresku ríkisstjórnarinnar, sem margoft hefur gefið fyrirheit um vandaða úttekt á hvernig til hafi tekist. Við það hefur ekki verið staðið.
Af hálfu hennar hefur hins vegar verið fullyrt að einkaframkvæmdin skilaði verkefnum fyrr af sér en opinber framkvæmd, sem auk þess færi oftar fram úr fjárhagsáætlunum en einkaframkvæmdin. Hefur ríkisstjórnin nefnt sláandi tölur til marks um þetta og máli sínu til stuðnings vitnað í "rannsóknarskýrslur". Við athugun Unison á þessum skýrslum kom í ljós að í sumum þeirra var ekkert fjallað um þessi efnisatriði, í öðrum höfðu greinilega verið valin "heppileg" dæmi í agnarsmáu úrtaki.
Forsvarsmaður Unison, Dave Prentis, segir úttekt verkalýðshreyfingarinnar vera hrikalegan áfellisdóm yfir stefnu ríkisstjórnarinnar, og hnykkir á: "Við höfum alltaf haldið því fram að einkaframkvæmd væri hrein sóun á peningum skattgreiðenda…Nú er kominn tími fyrir ríkisstjórnina að gefa einkaframkvæmdina upp á bátinn, áður en meira skattfé er sólundað."
Prentis segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi jafnan staðhæft, að einkaframkvæmdin væri hagkvæmari en hin opinbera og að hin fyrrnefnda aðferð væri í reynd verðmætaskapandi. Þess vegna hafi opinberu stofnununum verið gert að leggja 24% ofan á eiginn kostnað – þetta væri "hugsanlegur" eða "líklegur" kostnaður - til þess að fá samanburðargrundvöll við einkaframkvæmdina. Þannig hafi opinbera framkvæmdin komið ver út en efni raunverulega stóðu til.
Þetta minnir á þegar Öldungur hf. reisti dvalar- og hjúkrunarheimilið Sóltún. Þá bauðst Hrafnista til að taka verkið að sér. Nei, það gæti ekki gengið, sagði ríkisstjórnin. Þið hafið forskot, getið samnýtt eldhús og þvotta. Það er ekki sanngjarnt gagnvart Öldungi hf.!
Var þetta virkilega svona? Já, því miður, þá var þetta nákvæmlega svona. Þannig að við eigum okkar Blaira, meira að segja marga. Þar á ég við stjórnmálamenn sem eru staðráðnir í því að einkavæða velferðarþjónustuna, hvað sem það kostar og jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á, að stefna þeirra og gjörðir eru afleitur kostur fyrir skattborgarann.
Hér fylgir fréttatilkynning frá Unison og síðan fyrir neðan hana er slóð á umrædda skýrslu svo og umfjöllun mína um skýrslu Unison um þetta efni frá því í fyrrasumar og hvet ég alla sem eru áhugasamir um þetta málefni að líta á þau skrif.
'EVIDENCE' FOR USING PFI BUILT ON SAND
A new report released by UNISON, the
"A Policy Built on Sand" nails the claim that the extra costs of PFI are offset by increased efficiency and it knocks out another of the Government's arguments for its continued use to build hospitals, schools and other major public sector projects.
677 PFI projects have been approved since 1992, but the Treasury has not fulfilled its objective of a "sound evidence base" for a "rigorous investigation" of PFI.
The Treasury claims evaluations show that 88% of PFI schemes are delivered on time, whereas 70% of non-PFI projects are delivered late and 73% over budget. The UNISON report shows that five research studies, cited as the source of the cost and overrun data, are fatally flawed and therefore not credible.
Dave Prentis, General Secretary of UNISON said:
"UNISON has always argued that PFI is a waste of taxpayers money. This report knocks out another of the Government's chief arguments for its continued use, namely that it generates value for money by improving the efficiency of construction procurement. This report shows that the evidence used to justify this claim was not only selective but fatally flawed.
"The Government has relied on this "efficiency" argument to such an extent they have forced non-PFI projects to add up to 24% extra onto their bids, to take account of notional cost and time overruns. The effect of this adjustment, intended to counter "optimism bias', is to make non-PFI schemes look even more expensive and therefore less attractive.
"This false argument has not only been used to promote PFI schemes in the
"It is time for the Government to say enough is enough. PFI is a discredited system and should be stopped right now, before more taxpayers money is wasted.
"UNISON have produced report after report which consistently knock-down the Governments arguments for using PFI to build our schools and hospitals. This latest report is the final nail in the coffin. We will be sending it to the Government as further evidence that we need a full independent inquiry into PFI."
The UK Treasury cites five research studies as the source of the cost and overrun data. Of the five reports:
· two were conducted by the National Audit Office and were surveys and consultations with project managers. They do not have any data on time and cost over runs (Modernising Construction (2001) and PFI Construction Performance (2003);
· a third study, cited by the NAO, was conducted by a private sector body, Agile Construction Initiative. It was designed to develop a method not to evaluate cost and time performance and has no data on cost and time overrun performance;
· the Treasury's own report contains no data to assess the cost and time overrun claim and its methodology is not in the public domain;
· the fifth study was conducted by Mott MacDonald, a company which acts as a technical adviser on PFI deals. The report has no data to support Treasury guidance although it is a comparative study of PFI versus conventional procurement. Numerous flaws in study design and methodology lead to a sample and measurement bias that renders the study uninterpretable.
At the time of the Mott MacDonald study 500 PFI deals had already been signed at a value of £28bn, however their sample is based on just 11 PFI schemes and 39 non-PFI schemes. There are too few cases to make meaningful comparisons on time and cost overruns in the procurement process.
In addition conventional procurement is over-represented by unusual and atypical schemes whereas all high profile IT and other private failures are weeded out of the PFI sample. PFI cost and time overruns are measured at a much later stage in the procurement process than non-PFI, thereby wrongly inflating non-PFI costs in comparisons with those of PFI.
*The Private Finance Initiative: A Policy Built On Sand by Prof Allyson Pollock, David Price and Stewart Player - Public health Policy Unit, UCL
Nýja skýrslan: http://unison.org.uk/news/news_view.asp?did=2334
Umfjöllun frá í fyrra :https://www.ogmundur.is/is/greinar/ny-skyrsla-um-einkaframkvaemd-i-bretlandi-vaxandi-efasemdir